Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 30

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 30
30 SKINFAXI virðist að telja það lengur nokkrum vafa undirorpið, að korn geti þrifizt i mold og lofstlagi landsins. Sjálfsagt rnætti margt fleira telja, sem leiðir út úr ógöngunum, en nóg mun komið til að sýna það, að ekki skortir unga fólkið verkefni til að vinna að. Liggur nú beinast við að athuga, á hvern hátt ungmennafélögin geti tekið til meðferðar hin áðurnefndu verkefni. Mér er það vel ljóst, að megin-hlutverk þeirra lilýtur að verða það, að vekja skilning og þekkingu á málunum, og greiða fyrir framgangi þeirra. Fé eða fjármuni geta þau eklci lagt fram að jafnaði, nema að mjög takmörkuðu leyti, — það verður að koma annarstaðar frá, þegar búið er að undirbúa jarðveginn fvrir málefninu og almennar fram- kvæmdir byrja. Eg tek kornyrkjuna sem dæmi uppá atvinnumálin. Hún felur í sér möguleika til að geta orðið veigamikill þáttur í sjálfsbjargarviðleitni sveitafólksins, og er þann- ig sjálflcjörið verkefni fyrir ungmennafélögin. Gætu þau aukið kornyrkjunni þekkingu og fylgi, með tilrauna- stöðvum viðsvegar um landið, eftir því sem aðstæður leyfðu. Sjálfsagt er auðvitað að fara þar eftir nákvæmustu fyrirsögn og leiðbeiningum þess manns, sem mest hef- ir fyrir komyrkjuna unnið. Iíornyrkjan er eitthvert veglegasla framtíðarverkefni ísl. sveitaæsku, og það má eklci henda hennar félagsskap, að því máli sé ekki gaumur gefinn, né veilt sú hjálp, sem auðið er. Yfir- leitt gætu ungmennafélögin hjálpað geysimikið i þeirri viðleitni, sem þjóðin verður að heyja Lil að geta búið sem mesl að sínu. Má þar til nefna lieimilisiðnað, og aukna og endurbætta garðrækt o. m. fl. Enginn misskilji mig svo, að eg, mcð því að nefna atvinnumálin, ætlist til þess af U. M. F., að þcir slái slölcu við önnur mikilvæg menningarmál. Síður en svo. Vínbindindi, íþróttir, skógrækt, örnefnasöfnun og verndun málsins eru sígild mál. Eg hefi nefnt atvinnu-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.