Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1935, Qupperneq 49

Skinfaxi - 01.04.1935, Qupperneq 49
SKINFAXI 49 Það var af því, a'ð þú varst vormaður, sál þin vorsál. Og þú gekkst út í vorið og sumarsólin signdi hjarta þitt. Og þú fannst, að þú máttir til að starfa. Og starfsgleðin varð þitt líf. Þú manst eftir sólskinsbjörtum vormorgnunum. Þá sveif syngjandi fugl yfir lög og láð. Lóan Iyfti sér á léttum vængjunum upp i heiðan liimingeiminn. Og hún söng svo létt og Ijúft, að sál þin söng líka. Sólin roðaði fjöllin, svo að þau urðu fjölskrúðug og fengu fagran blæ. Langt út um hagana dreifði fénaðurinn sér í sælli hrifningu. Blómin blikuðu svo skært og bikarar þeirra, fullir af dögg næturinnar, hreiddu sig brosandi móti drottningu dagsins, sólinni .... Þá sást þú, að vorið var inndælt og bauð alla velkomna i skaut sitt. Þú sást meira. Þú manst eftir döprum og þrungnum rign- ingardögum, þegar allt lífið virtist vera innibyrgt og horfa döprum augmn til hinna regnþrungnu skýja, sem þutu um himinhvolfið. Blómin voru hnípin og blöð þeirra héngu mátt- laus niður. Regnið streymdi niður og rann eftir jörðunni. Fuglarnir sátu hnipnir, nema einstaka kjói og nokkrar kríur, sem sungu þessu veðri lof og dýrð. Og þá veizt þú, að vorið er fjölbreytt. En þú fékkst að sjá meira. Þú sást lika björtu og blíðu sólskinskvöldin, þegar sólin varpaði síðustu geislun- um yfir lög og láð. Þá settist þú niður í græna brekku og sál þín endurnærðist eftir erfiði dagsins. Hvarvetna blastið lífið við í þúsundum mynda. Blómin hneigðu sig brosandi til sólarinnar, en hún kyssti þau brosandi. Ó, kvöldið var svo inndælt! Hátt uppi um himingeiminn flugu fuglar syngjandi. Þeir sungu svo sefandi og svæfandi, að það seig á þfg svefn- mók...... En allt í einu hrökkstu við og vaknaðir aftur. Hátl uppi í heimingeimnum svifu tveir silfurhvítir svanir. Þeir fljúga hægt og rólega, en þó ákveðið. Þeir stefna til fjallanna, sem gnæfa við himinsins heiðu hvolfþök. Þeir syngja. Söngurinn hrífur þig, og þá finnur þú, að þig langar með. Þig langar að lyfta þér á töfravængjum upp yfir tindana háu, þar sem hamingjan ef til vill biður. Svanirnir fjarlægjast, söngurinn lækkar. Svo eru svanirnir yfir tindinum bláa í fjarska. Þeir fljúga áfram og hverfa, þangað sem heiðarvötnin eru spegilslétt. Og góður andi hvísl- ar að þér: „Farðu og leitaðu hamingjunnar.“ Og þú spyr: „Hvar finn eg hana?“ „Bak við fjöllin háu híður hún þín,“ er svarið. Og þá stóðstu allt í einu á tindinum og horfðir yfir hamingjulandið. En sú dýrð. Þar eru skrýddir skógar og skrúðgræn engi. Þar eru kristallstærar ár. En lengra inn á milli tveggja fagurra fjalla er himintært heiðavatn. Þar svnda tveir syngjandi svanir. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.