Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 51

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 51
SKINFAXI 51 Og æskan sér skipaði i öflugar sveitir í alhring um þjóðarhag. Hún krafðist liðsauka um landið gjörvallt, hnn leitar hans enn i dag. Og félagið „Hvöt“, sem er veikur visir, vonhlýr, en kraftasmúr, — i skjóli hins þróttmikla þjóðarmeiðs hefir þróazt í tiu ár. Eg finn, að eg lxefi svo margs að minnast og margt að þakka í dag. ÖIl samhygðarefnin eg séð hef hér binda systra- og bræðra-lag. Oft hefi eg fundið þú orku, sem geymir æskunnar hlýi blœr, sem mannsandans næmustu hörpu Iirærir og hugþekka strengi slær. Þótt úformum hafi hér eflaust skeikað, skal engum það gefið að sök. Við höfum ei grundvallað húa múra né hafið nein Grettistök. í keðjur, sem vefja skal viðfangsefnin, vantar oss tiðum hlekk. Og aðstaðan skipar svo oft til sætis, æskunni, ú þröngan bekk. En afl þótt oss skorti á við gamla Gretti, sem glímdi í jötunmóð, við ættum að minnast afreksmannsins sem undi 'ei við brunna glóð. Ilann hirti lítt um þótt hamingjan brygðist og hopaði aldrei um fet. Hann synti lil lands og sótti eldinn og setli hið fyrsta met. Oss sýnist oft torvelt að sækja föngin og sundin öll djup og breið. Það vantar á ströndina vila húan, að visa okkur rétta leið. En við ]skulum reyna að reisa þann vita, sem roða á höfin slær, og brennur til leiðsögu komandi kynslóð, er keppir — og sigri nær. 4*

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.