Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 61

Skinfaxi - 01.04.1935, Page 61
SKINFAXI 61 félög, sem vekja æskuna til vaxtar og dáða. Þau eiga að skapa og skilja sína samtíð. Hér er málefni, sem þeim er skylt að sinna og getur skap- aS aukinn kraft og vaxandi gengi í framtíðinni. Skúli Þorsteinsson. Ungmennafélög, sem hugsa til aS taka upp fræSsluhringa- starfsemi, og vilja fá i þvi skyni nokkur eintök af bók Frið- riks Ásmundssonar Brekkans: Al])ýðleg sjálfsfræðsla, geta feng- ið hana með mjög góSum kjörum hjá skrifstofu Stórstúku ís- lands, er gefið hefir bókina út. Be/,t er að snúa sér uin það efni til Jóh. Ögm. Oddssonar stórritara, Hafnarstræti 10, Reykjavík. A. S. (Skrifað að meslu eftir frásögn Guðnýjar Jónsdóttur hús- freyju í Garði i Aðaldal). Á aðfangadag jóla árið 1879 gerðist sá atburður á Hafra- læk í Aðaldal, sem hér verður frá sagt: Tvíbýli var á Hafralæk þetta umrædda ár. Bjuggu þar bænd- urnir Jón Guttormsson og Friðlaugur Jónsson. Ingibjörg, kona Jóns Guttormssonar, var i óða önn að und- irbúa komu hátíðarinnar. Henni til aðstoðar var dóttir henn- ar, 14 ára stúlka. Átti hún að hita vatn til hreingerninga frammi i eldhúsi. Bað hún hróður sinn, 10 ára pilt, að sækja fyrir sig vatn í fötu, i brunn, sein var þar frammi á hlaðinu. Drengurinn fór út með fötuna, en kom að vörmu spori aflur, vatnslaus, og sagði sínar farir ekki sléttar. Ilafði hrunnfestin slitnað og dottið niður í brunninn ásamt fötunni, sem við hana var tengd. Kom Jón bóndi inn, er þau ræddu um þetta. Var honum sagt frá þessu slysi, sem drengnum féllst allinikið til um. Kvað faðir haiis þetta ekki mundi saka og skyldi hann ná upp fötunni, svo að hægt yrði að gefa vatn í bæinn áður langt liði. Gekk hann við það út og drengurinn á eft- ir honum. Þegar út kom að brunninum, steig Jón þegar niður um op- ið á brunnkassanum, festarlaus og kleif niður þannig, að hann spyrnli fótum út í veggina, en þeir voru lilaðnir af grjóti og

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.