Skinfaxi - 01.04.1935, Qupperneq 65
SKINFAXI
65
um klæði og hann lagður í upphitaða sæng. Athugaði Baldvin
líkama hans og komst að raun um, að hann var óskaddaður,
að öðru en því, að marblettir sáust nokkrir. Lét hann núa
fót hans, unz í hann færðist hiti. Vék hann ekki frá sæng
hans, fyrr en hann var sofnaður.
Kl. 9 á jólanóltina var Jón dreginn upp úr brunninum. En
nálægt kl. 2 um daginn hrundi brunnurinn yfir hann. Hafði
hann því verið þar grafinn nálega 7 klukkustundir.
Aðkomumenn kvöddu húsfreyju með jóla- og hamingjuósk-
um, þegar er Jón var háttaður; og hélt hver heim til sín.
Þótti öllum, sem hér hefði kraftaverk orðið.
A jóladaginn vitjaði Baldvin i Garði um Jón. Var hann þá
allhress og gat nú sagt greinilega frá líðan sinni í brunn-
inum. Kvaðst hann hafa verið kominn niður undir vatn, eða
5 mannhæðir niður fyrir yfirborð, þegar fyrsti steinninn
hrundi undan fæti hans. Rétt á eftir féll allstór fylla úr
Teggnum og fyllti brunninn upp undir yfirborð vatns. Sá hann
þá hvað verða vildi, og reyndi að færa sig upp að þeirri lilið-
inni, er síðast hrundi. Missti hann þá táfestu fyrir annan fót-
inn, en stöðvaði hann á hinu hrunda grjóti niðri í vatninu.
1 sama bili heyrði hann ógurlegt hrun. Vissi hann lítið af sér
um stund, en kvaðst mundu ósjálfrátt hafa þrýst sér upp að
veggnum, er bungaði fram fyrir aftan hann, og dregið höfuðið
niður á milli herðanna. Þegar hann kom aftur fyllilega til sjálfs
sín, var allt myrkt og dauða-kyrrt i kring um hann, og ein-
hver ógurlegur þungi lá á herðum hans. Grjótið þrýsti að
honum á allar hliðar, svo að hann gat sig hvergi hrært, nema
höfuðið litið eitt tit liliðanna. Var lionum erfitt um andar-
drátt og fannst öðru hvoru, að hann ætla að kafna. Öndunar-
erfiðleikinn og logandi þreytuverkur í herðunum tóku hug
hans allan, svo að hann hugsaði lítið um líkur til björgunar.
Öðru hvoru rann á hann eins konar höfgi og vissi hann
þá lítið til sín. Fannst honum liða heil eilifð, þangað til loks-
ins, að eitthvert veikt þrusk og dimmir, fjarlægir dynkir bár-
ust að eyrum hans. — Þóttist hann þá vita, að tilraun mundi
gerð að bjarga honum. Lífslöngunin blossaði upp og hann
gleymdi snöggvast þjáningum sínum.
Hljóðið að ofan færðist nær, en lengi fannst honum menn-
irnir vera að grafa, enda voru andþrengslin og þreytuverkur-
inn i herðunum því nær óþolandi. Langa stund fannst hon-
um þeir vera rétt yfir höfði sér, og hann heyrði glöggt óm-
inn af máli þeirra. Loks tók að streyma niður til lians svalt
og hreint loft. En því sagðist hann hafa orðið fegnastur á
æfi sinni, er hellunni var lyft.