Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 68

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 68
68 SKINFAXI Enn drnpir hlííin Jiar sem Eyvindur féll. Þú kvaddir okkur í langdeginu, þegar sólin hló við landinu okkar og blómin anga öll. Þú þekktir raddir vorsins; söngelskur hugur þinn fann þar sain- hljóm. Eg man sérstaklega eftir þér i sam- bandi við vorið. Ekki vegna þess, hversu ungur þú varst. Heldur vegna þeirra starfa, sem þú ræktir ])á venjulega. Það fylgir því lítil vegtylla, að vera smali og ganga til ánna um sauðburðinn, sem Eyvindur Magnússon kallað er. En mjög getur á því riðið um afkomu búandans, hversu það starf er leyst. Eg hygg, að ])ú hafir gert þetta starf að íþrótt þinni og þú fannst fögnuð í verkinu. Hverri kind gafstu heiti, þó margar væru, og þekktir glögglega einkenni þeirra hverrar um sig. Það bar oft við um aðrekstra vor og haust, þar sem margt fé var saman komið víðsvegar að, að þú sýndir óvenju næman glöggleik á mörk og einkenni fjárins. Það er bæði auðvelt og ljúft, að minnast hvers manns helzt að því, sem honmn lét bezt. En það var fleira en þetta, sem þér féll að geði. Þú varst hagleiksmaður í verkum þínum, ljóðelskur, söngv- inn og fróðleiksgjarn. Þessa hæfileika reyndir þú að dafna með þér, eftir því, sem föng stóðu til. Vegna mannkosta þinna hafðir þú unnið þér traust og virðingu þeirra, er þig þekktu. Það gat ekki brugðizt, að þú hefðir orðið fyrirmyndarbóndi, hefði þér enzt líf og heilsa til þess. Að því starfi hlauztu að dragast; þú varst því samgróinn. Fyrst og fremst var það erfð frá foreldri þínu og svo einnig, að þú varst hugheilt sveitabarn, en til bændastarfsins brást þér sízt ráðdeild og reglusemi. Annað er vorhugur en vetrarhugur. Annað er hugrekki manna á greiðum og ruddum brautum, en á ferð um klungur og illar torfærur. Það er auðveldara, að sýna karlmennsku og kjark, ])egar heilsan er heil og lifsþrótturinn ærslast í hverri taug og magnþrungið fjörið dunar i æðum manns, en þegar heilsuleysi, langvarandi veikindi, smámsaman stela af þrekinu, lama fjörið og kefja lifsgleðina.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.