Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 71

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 71
SKINFAXI 71 íþróttahvöt. (Flutt á skemmtisamkomu við sundlaug Súgfirðinga 5. ágúst 1934). — „Heilir hildar til, heilir liildi frá koma hermenn vorgróð- •urs íslands." Sundlaug Súgfirðinga er sigurtákn súgfirzkrar æsku og stærsta menningarspor Súgfirðinga hin síðustu ár. íþróttafé- lagið „Stefnir" með þróttmikla æsku og vorhug þeirra, sem <eldri eru, er mátturinn, sem að haki stendur. Súgandafjörður er girtur háum hamrabeltum, sem byrgja sólarsýn. En við vitum, að sólin á kraftinn, sem öldurnar reisir og máttinn, sem þokuna leysir og vekur til lífsins allt, sem lifir, andar og hrærist. Við vitum einnig, að þar sem sólin sendir sína heitustu geisla, getur verið eyðimörk. Gróð- urinn er oft kjarnbeztur, þar sem skilyrðin eru nokkuð örð- ug; svo er einnig um mannlifið. Mennirnir, sem njóta hinnar mestu sólar á vorri jörð, eru menningarsnauðir og fákunn- andi. Beztu löndin eru þau, sem skapa beztu mennina; bezt- ar þjóðirnar, veita börnum sinum strangan aga, kenna þeim að horfa, stefna og hugsa í sólarátt. — „Að lifa er starfa, að starfa er lifa“, scgið góðskáldið. Verk- efnin eru óþrjótandi, sem biða hugsandi og starfandi manna, því að „lífið yrkir þrotlaust, en botnar aldrei braginn, en breytir fyr en varir um rím og ljóðaklið.“ Framtíðin er æskunnar, og hin göfugustu störf eru þau, sem skapa æskunni skilyrði til bjartara og betra lifs, „en víða eru i byggðunum björg og keldur enn, sem biða ykkar starfsglöðu vegabótamenn". Mannsæfin er sem leiftur í timanna ■djúpi, en skyldan, sem einum og sérhverjum manni er í blóð borin, er sú, að greiða veginn þeim, sem á eftir koma. Sagan er reynslan; dómur hennar hinn trausti grundvöllur þess, sem verða skal, framtimans starf. — Við kunnum mörg æfintýri um menn, sem hafa orðið berg- numdir, hafa lifað með tröllum alla æfi, eða þvi sem næst, nema einhver ung og fögur stúlka, ímynd fegurðar og hrein- leika, hafi getað heillað þá og valcið aftur til mannlegs lifs. Mér detta í hug í þessu sambandi, þeir menn, sem glatað hafa sjálfum sér, — sem fallið hafa fyrir freistingum lífsins, eit- urnautnum og ódyggðum; þeir menn, sem með aðgerðarleysi og skilningsskorti láta brotna á sér hverja menningarviðleitni, án þess að rumska. Það eru steingjörfingar; það eru menn,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.