Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 75

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 75
SKINFAXI 75 Félagsmál. Frá Skeiðamönnum. í fyrra komu Skeiðamenn í Árnessýslu upp heimavista- skóla, með ágætu iþrótta- og samkomuhúsi, þar sem heitir að Braufarholti. Er það einhver veglegasta slík bygging á landi hér. Færandi er það í frásögur, að sveitarbúar lögðu af mörkum alla vinnu við bygginguna, nema verk yfirsmiðs. Ií. M. F. Skeiðamanna átti mikinn þátt, beinan og óbeinan, í framkvæmd þessari, enda eru gamlir forystumenn félags- ins nú helztu valdamenn sveitarinnar. Siðastl. liaust var komið upp góðuin fimleikaáhöldum handa skólanum. Unnu ungmennafélagar sjálfir mikið að tilhúningi þeirra. Siðan hélt ungmennafélagið þriggja mánaða unglinga- námskeið, þar sem aðallega voru kenndar íþróttir, en auk þess íslenzka, reikningur og heilsufræði. Nemendur voru 18, en kennarar Jón Bjarnason iþróttakennari að Hlemmiskeiði og Klemenz Þorleifsson skólastjóri i Brautarholti. — Nú er félagið að undirbúa sundlaugarbyggingu í grennd við skólann. U. M. F. Ármann í Landbroti minntist 25 ára afmælis síns hátiðlega í janú- ar í vetur. Félagið hefir undanfarið heitið Framsókn, en tók að nýju upphaflegt heiti sitf á afmælinu. Ilafði í. S. t. rek- ið fél. frá Ármannsnafninu, vegna samnefnds glímufélags i Reykjavík, en nú eru Landbrotsmenn ráðriir i að hafa slik- ar ltenjar að engu. — Félagið hefir komið á hjá sér yngri deild með 15 börnum, og fer hún vel af stað. U. M. S. Eyjafjarðar hefir sagt sig úr sambandi U. M. F. í. Eigi veit Skinfaxi skýringu þeirrar rúðabreytni. U. M. F. Þorsteinn Svörfuður lieldur þó tryggð við U. M. F. í. Bókin Útiíþróttir, sem getið var í síðasta hefti, kom út í vetur eins og til stóð. Útgáfa hennar er þarfasta verk, sem lengi hefir unnið verið til eflingar íþróttaiðkunar meðal landsmanna, og á íþróttafélag Reykjvíkur miklar þakkir fyrir vikið. Eigi sízt er bókin ómetanleg lijálp og leiðbeining fyrir unga áhuga- menn í strjálbýli, þá sem ekki eiga kost stöðugrar leiðbein- ingar við íþróttaæfingar sínar. Skýringar bókarinnar eru svo glöggar, hæði í orðum og hinum mörgu myndum, að full-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.