Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 2

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 2
2 SKINFAXI Sér hún og man hún: sína verða frjálsa flóttamenn fylkisborna. Blómaöld rísa búandstarfa, drengi dáða og dugþróttar. I.and sér hún byggt að lögum og friði. Hraustar hetjur héruð fylla. Lýðríki stofna lofðungsniðja, Alþingi setja að Úlfljóts ráði. Sér hún og gullöld glóanda rísa lista og mennta, er lýsir enn. Andlegt atgerfi og auðnu þjóðar, haldast í hendur við hreysti og drengskap. Sér hún enn: fyrir sundurlyndi börn sín fornu frelsi týna. Bræður og frændur banaspjótum varpast á — var það þyngst. — Sér hún daprar og dimmar aldir: áþján, eymd og ófrelsi. Erlend yfirráð, — einvalds kúgun, — harðstjórn, siðleysi og hjátrú blinda. Sér hún og man hún — seint það fyrnist — ógnir elds og ísavetra. Fátækt, volæði og vesaldóm, hungur, hallæri helslóð troða. Sér hún og man: — sælt er þess að minnast, vorsól að nýju verma þjóðlíf. Eignast liún þá afbragðs sonu, er Island vilja endurreisa. Eignast hún þá að ástmegi foringjann fríða frá Hrafnseyri. Barðist hann ótrautt — og aldrei vék — fyrir Fjallkonu frelsi og rétti. Sér hún nú um tinda sigurroða. Norrænt merki fyrir nýjum degi. Bærist þá heitt hjarta móður, er Fróni veit fengið frelsi nýtt.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.