Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 10

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 10
10 SKINFAXI stássstofuborðuin undir nafninu „íslenzkir askar“. Margir kunna að meta gamlar eirkolur og þær eru vissulega fallegir lilutir. Eu það voru einnig notaðar járnkolur víða a. m. k. í fjósum og útihúsum, og þær ber einnig að vernda frá glötun. Og við inegum ekki gleyma því að á þessum breyt- ingatímum eru marir hlutir algengir í dag, en ófáan- legir eftir nokkur ár. Það eru ekki mörg árin síðan allir austur Skaplfellingar áttu langleiðir i lcaupstað. Þá voru melreiðingar á hverjum bæ, en þeir voru reiðinga beztir í langferðir, Nú þarf varla nokkur austur Skaptfellingur að klakka vöru úr kaupstað, og í fyrrasumar spurðist eg árangurslaust fyrir um mel- rciðinga i endilangri sýslunni; livergi voru þeir lil í sæmilegu standi. Eg gat að endiugu náð í gamlan karl, sem tók að sér að stanga nýjan melreiðing fyrir mig. f æsku minni — og bún er sannarlega ekki löngu liðin — vissi eg til þess, að ljáir þeir, sem einjárnungar eða spíluir nefndust, voru notaðir við heyskap á stöku afdalabæjum - en þessir ljáir voru eingöngu notaðir bér á landi áður en Torfi í Ólafsdal flutti inn skozku ljáina. Nú hygg eg, að erfitt yrði, ef ekki ómögulegt, að hafa upp á slíkri spik, þótt leitað væri um allt land. Uppi á vegg í herberginu minu hanga gripir, sem eg hefi miklar mætur á. Það eru istöð úr horni. Annað þeirra fannst í skemmukrók á bæ einum í Hornafirði. Hitt fannst í ruslahaugi fyrir utan túngarð. Mér var sagt, að fyrir skömmu hefði og fundizt annað ístað þsr á bænum, en þau istöð var nú hvergi að finna. Hornístöð — er eg lít þessa gripi sé eg i svipleiftri baráttu liðinna kynslóða við eld- og ísaár, einangrun og einokun; það var ætíð í annálum talið til harðinda- merkis, að þá notuðu menn hornístöð. Margir kannast sjálfsagt við gamla húsganginn:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.