Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 22

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 22
22 SKINFAXI henda á mörg atvik gagnstæÖ þessu, þar sem ölæði og kæruleysi veldur slysum og óhöppum, en eg læt það vera á þessum stað. Við eigum yfirleitt að festa hug- ann við það góða og benda niitima æskunni á fögur af- rek sem leiðarmerki, en ekki stöðugt að stagast á því, sem aflaga fer, eins og væri það eina fyrirmvndin. — Ög eg þykist — með þessum atburðum, sem eg nefndi — hafa sannað það, að táp og þrek íslenzkrar æsku er enn mikið, og að gáfur og skáldlegir liæfileikar eru enn einkenni íslenzkrar alþýðu. Stofn þjóðarinnar er sterkur, og hann fellur ekki né fölnar, þótt einstöku grein kali og felli blöðin. íþróttir og þrekraunir. Saga okkar eigin þjóðar geymir mörg fögur afrek. Hún geymir margar sagnir, þar sem likamlegt þrek og afburðir i íþróttum bjarga lífi ástvina og samherja. Eg get ekki stillt mig ura, að minna á tvo atburði úr fornsögunum, sem eru i einu frábær íþróttaafrek og ])rekraunir. Þið munið öll eftir Helgu jarlsdóttur, -— „sem bjarg- aði lífi sona tveggja“. Sundafrek hennar sýnir iþrótl á háu stigi og þó einkum andlegt þrek og þor. Ollum hlýnar um hjartarætur, er þeir minnast út- lagans í Drangey, er synti einn óralangan veg, lil að bjarga lifi bróður síns. Og þótt synir samtíðarinnar liafi levst sömu þraut af höndum á síðustu árum, þá ber afrek Grettis enn langt af, svo var aðstöðu-munur- inn mikill. En þetta er hið háleita mark íþróttanna, að efla ki’aft- nna, til að geta orðið sjálfum sér og öðrum að liði á hin- um stóru slundum lífsins. Niðurlagsorð. Eg vil svo enda orð mín eins og eg byrjaði, að hvetja æskuna til íþrótta. Þær eru hollasta viðfangsefni frístundanna og sterkasta vörnin gegn tælandi freistingum nautnalyfja og lauslætis. Þær efla reglusemi og drenglyndi, sem eru höfuðkostir hvers vaxandi manns. Og þær geta fætt af sér ('>dauðleg þrek-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.