Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 23

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 23
SKINFAXI 23 virki, sem geymast um aldaraðir á spjöldum sögunnar. Og að síðustu vil eg minna aftur á orð Westlings. — „Þegar gagnið sameinast gleðinni, þá er lífið ]]átíð“. — Framar öllu á þessi setning við íþróttirnar. — Þær fameina fegurð og nytsemi, og efla gagn og gleði livers æskumanns, sem er svo heppinn, að kynnast þeim á réttum tíma, — meðan lifsfjörið ólgar og þarf útrás. Halldór Kristjánsson: Hugsjónir sameina. Því er stundum slegið fram, að við, sem höfum alizt upp í bindindi og aldrei fundið áhrif áfengis á okkur sjálfum, séum ekki dómbær um áfengisnautn. Þeir, sem slíkt segja, telja okkur ónóg, að sjá efnileg börn verða auðnuleysingja og glæpamenn, félaga okkar sýna öðrum manni líanatilræði, en kvenmann á bezta aldri -biðja ókunnuga menn að gefa sér „strammara“, fátækan heimilisföður koma allslausan úr góðri atvinnu, liraust- an æskumann ganga um betlandi og góðan lækni viti sínu fjær og öskrandi, svo að sjúklingar hans liafi ekki svefnfrið. Hér er aðeins nefnt nokkuð af því böli, sem eg hefi orðið vitni að sjálfur. Og einföld talnadæmi gela flestir reiknað. Þetta finnst mér nóg til þess að byggja skoðun á, og svo bætast kenningar visindanna við þetta. Okkur er hka stundum brixlað með því, að við séum ofstækisfull og notum stór orð. Það er alveg rétt, að við notum stór orð. Eg tel það mér til kosta, að mér liitnar í hamsi og verður þungt í skapi þegar eg leiði hugann að þeirri voðalegu heimsku, sem áfengisnautn- in er. Eg tel það einkenni góðra drengja að taka ákveðna

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.