Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 30

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 30
SKINFAXI 30 allmikilli lagfæringu, liinn heppilegasti íþrótavöllur. Munu félagar fastráðnir að liggja ekki á liði sínu naístu árin við að fegra og bæta umhverfið. Margir þeirra lögðu fram viku til liálfsmánaðar gjafavinnu við bygg- ingu Sólvangs, og líkur benda til, að fórnarlund þeirra sé ekki þorrin - og þrjóti ekki á næstu árum. Sólvangur var vígður með almennri skemmtisam- komu sunnud. í 14. viku sumars. Jóhann Bjarnason flutti vígsluræðu og gaf húsinu nafn. Ragnar Jóliannes- son stud. mag. flutti og ræðu. Tvöfaldur kvartett úr Rvík söng við mikla hrifningu áheyrenda og Bjarni Björnsson gamanleikari rak endahnútinn á samkom- una — að undanteknum auðvitað dansinum. Talsvert á 4. hundrað manns var á samkomunni og virtist skemmta sér ágætlega — en ölvun sást þó ekki á nokkr- um manni. — Eg vil skjóta því hér inn, að sama dag var héraðsmót U. M. S. D. að Laugum og sásl þar held- ur enginn ölvaður. Eg segi ekki þar með, að Dalamenn fáist aldrei til að „skvetta í sig“ á samkomum. En þenna dag sýndu þeir, livers þeir virða óskir ung- mennafélaga. — Þannig er þá heimili Ungmennafél. „Ólafs pá“ að lokum reist. Það er bjart yfir nafni þess, en bjartara þó um þær vonir, sem félagarnir tengja við nýja heim- ilið. Vettvangur liins sanna ungmennafélaga verður kanske bezt túlkaður með þessu bjarta orði: Sólvang- ur. Þannig hygg eg a. m. k. að félagar mínir í „Ólafi ])á“ horfi til sinna margháttuðu verkefna. sem fram- tíðin býður þeim —- að Sólvangi. Eg get ekki skilið svo við „Ólaf pá“, að minnast ekki á annan samkomudag félagsins á síðasla sumri. Þeim degi var gefið nafnið Laxdælingadagur, Félagið hafði þá hoð inni og bauð öllum Laxdælingum, ungum og öldnum, að koma að Sólvangi og drekka með félags- mönnum kaffisopa að góðum og gömlum sveitasið. Borð voru þar skrevtt lifandi blómum og. íslenzkum

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.