Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 41

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 41
SKINFAXI 41 með alvöru oí» áhuga og stefndi markvisst að ákveðnu iakmarki. Vinnubrögð lians voru frábrugðin þvi, sem eg liefi kynnzt hjá öðrum kennurum, og hæfleikar hans í bessum efnum voru að ýmsu levti aðdáunar- verðir. Eins og áður er sagt, hafði hann kynnt sér starfsemi danskra lýðháskóla, liallaðist ákveðið að stefnu þeirra i kennslumálum og lagaði starfshætti sína noklcuð eftir þeim. Hann leil svo á, að markmið alþýðuskóla vorra ætti ekki að vera það fyrst og fremst, að veila nemöndum ákveðinn skerf vissra fróðleiksatriða, heldur hitt, að vekja þá til iliugunar um vandamál iífsins, hjálpa þeim lil að skilja þau, glæða áliuga þeirra, víkka sjóndeildar- liringinn og efla alhliða þroska þeirra; eigii aðeins þroska vitsmunanna, heldur einnig annarra þátta sálar- lifsins. Hann leit svo á, að með vaxandi áliuga kæmi löngunin eftir meiri þekkingu i þeim efnum, scm álmgi væri á. Fræðastagl og sundurlausir þekkingarmolar væru lítilsvirði i samanburði við það, ef takast mætti að vekja göfugar tilfinningar, trú, mannkærleika, ætt- jarðarást og fegnrðartilfinningu, og stvðja þær til þroska. Hvaða námsgreinar teknar væru til meðferðar væri aukaatriði. Sérhver kennari yrði i því efni að velja og hafna, og taka það helzt, sem Iiægast væri fyrir hann að vekja álmga nemenda sinna með, bezta útsýn veitti yfir hin margvíslegu svið lifsins, og líklegast væri til að átta sig eftir á stefnu þess, þvi að betra væri „að vísa Ieið eftir vörðunum en smásteinunum“. — Hann hafði því litla trú á lexíulestri og utanbókarlærdómi, og henti jafnan á, að þetta tveggja velra nám við al- þýðuskólana væri svo stutt, að vonlaust væri að kom- ast nolckuð áleiðis eftir þeirri hraut, og þessum tak- markaða tima væri betur varið til annarra lífrænni starfa. Þi’átt fvrir þennan námstima hlyti aðalþekking alþýðumanna eftir sem áður að byggjast á sjálfsriámi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.