Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 46

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 46
46 SKINFAXI koni þangað. Oft minntist liann á fegurð og tign aust- firzkra fjalla, og það var vel fallið, að hann, sem allra manna bezt kunni að meta fegurð náttúrunnar, skyldi lifa síðustu ár æfi sinnar á einuni fegursta staðnum, sem til er á þessu landi. Hitt finnast manni dapurlegri atvik, að hann, þessi unnandi gróðurs og lífs, skyldi anda út síðustu leifum lifsorku sinnar í helgreipum frosts og snjóa, einmana og fjarri ástvinum. hórólfur Sigurðsson: Benedikt Jónsson frá Auðnum. Aldursforseti samvinnustefnunnar hér á landi, Bene- dikt Jónsson frá Auðnum lézt 1. febrúar þ. á. að heim- ili sínu í Húsavík, rúmlega 93 ára að aldri. Hann var fæddur að Þverá í Laxárdal 28. janúar 1846, sonur hinna þjóðkunnu Þverárhjóna, Jóns Jóakimssonar og Herdísar Benediktsdóttur. Benedikt ólst upp í foreldra- húsum og kvæntisl rösklega tvítugur að aldri, Guðnýju Halldórsdóttur frá Grenjaðarstað. Höfðu þau verið heitbundin frá því um fermingaraldur. Reistu þau bú á Auðnum, næsla bæ við Þverá, og bjuggu þar, þangað lil þau fluttu til Húsavíkur 1904. Þau hjón voru mjög samhent alla æfi, og tók Guðný fullan þátt i áhugamál- um bónda síns. Þegar mér barst andlátsfregn Benedikts á Auðnum, fannst mér eins og slökkt hefði verið á leiftrandi vila, sem í þrjá aldarfjórðunga hefir varpað birtu og yl yfir mnhverfið. Geislavendir vitans náðu eigi aðeins vfir Þingeyjarliérað, lieldur landið allt að lokum. Benedikt á Auðnum var einn af elzlu og áhrifamestu frumberjum samvinnustefnunnar á íslandi. Hann hafði

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.