Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 52

Skinfaxi - 01.04.1939, Síða 52
52 SKINFAXI Þessi sjálfmenntaði maður, sem las og skrifaði Norð- urlandamálin, ensku og þýzku, fylgdist alltaf með fræðiritum um samvinnufélagsskap, fjármál og hag- fræðileg efni, sem rituð voru á þessum tungumálum. H,ann var t. d. vel kunnugur rekstri ensku samvinnu- lieildsölunnar, og þróun samvinnufélaganna hjá flest- um enskumælandi þjóðum. Margvísleg rit um þessi efni eru í bókasafninu í Húsavík. Þingeyingar, sem áttu leið lil Húsavíkur, siðastliðin 30—40 iár, létu það sjaldan gleymast, að hitta Benedikt og koma í Bókasafnið. Hann var lika léttur á fæti, liress í máli og Iieili að starfi til hinztu stundar. Hann skipti starfstimanum milli kjörbarna sinna, Kaupfélags Þing- eyinga og Bókasafns Þingeyinga. Vann fyrri liluta dags- ins í skrifstofu kaupfélagsins, en síðari hluta dagsins í Bókasafninu. Þessi kjörhörn hafa verið ljósberar hvort á sínu sviði. Bókasafnið hefir varpað geislum sinum á vegu þeirra manna, sem eru að leita sannleikans, og lieldur því vonandi áfram. — En vitavörðurinn hefir nú lokið starfi sínu, stungið merkinu i völlinn og stigið á skip áleiðis til fvrirheitna landsins. Aðalsteinn Sigmundsson: Þjórsártún. Þegar hugur minn reikar um minningarnar frá liðn- um starfsárum mínum í ungmennafélögunum, verður honum furðulega tiðstanzað við einn sérstakan stað.Eg veit, að eg er ekki einn um það, að eiga margar og merkar og góðar félagsminniiigar við þann stað tengd- ar. En staðurinn hefir um langan aldur verið miðstöð og sameiginlegt heimili Ungmennafélaganna og ann-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.