Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 55

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 55
SKINFAXI garðarnir miklu i Þjórsórtúni eiga fáa sína líka liér á Iandi. Þeir crn byrjnn mikillar gróandi og sýnilegl tákn j>eirra hugsjóna, sem liyggt hafa staðinn. Nú eru Þjórsártúnshjónin hnigin á efra aldur. Ólafur er áttræður í ár (f. 17. janúar 1859), Guðríður sjötug (f. 24. ágúst 1869). Hinn annríki starfsdagur þeirra er liðinn, með miklum afköstum, þó að sjálfum finnist þeim vafalaust þau eiga margt ógert. Hvíldarstund kvöldsins er runnin. Þau hugsa nú til að flytja frá Þjórsártúni til Rejkjavíkur, úr þjóðbrautinni og frá samkomustaðnum, í návist harna sinna, sem hlotið hafa starfssvið í höfuðborginni. Og ])á kemur spurningin: Hvað verður um Þjórsártún? Það er auðskilið mál, þeim sem þekkja lil hjónanna í Þjórsártúni, að þeim er jiað viðkvæmt og alvarlegt umhugsunarefni, liver verður framtíð staðarins, sem þau hafa bundið tryggð við og lagt til starfsorku sína og liugsjónir urn tugi ára. Staðarins, sem þau liafa gert að félagslegri miðstöð stærsta héraðs landsins. Þau dreymir um það drauma, og þau langar til að þeir draumar rætist, að á nýbýlinu jieirra, sem þau hafa húsað fyrir fjölmenni, megi hugsjónir fæðast og hug- sjónir sigra og verða gerðar að veruleika, enn fremur hér eftir en hingað til. Að þar verði félagsheimili og fé- lagsmiðstöð héraðsins. Að Þjórsártún, gróðurmold jiess og hús, verði helgað hugsjón Ungmennafélaganna: Ræktun lýðs og lands. Eg vil nú skjóta jieirri spurningu til Ungmennafélaga á Suðurlandi, til skjótrar og alvarlegrar athugunar: Er ekki hægt, og er ekki rétt og hollt og gott, að láta jiessa drauma rætast? Getur ekki Héraðssamhandið Skarphéðinn eignazt Þjórsártún nú í vor, t. d. i samein- ingu við Búnaðarsamband Suðurlands, sem eðlilegt er, að einnig hafi áhuga á þessu máli, en með jiessum tveimur samböndum hefir áður verið góð og þýðingar- mikil samvinna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.