Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 56

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 56
56 SIvINFAXl Eg sé ekki betur, en að það sé bæði æskilegt og vel ínögulegt, að af framkvæmdum verði í þessu efni. Samböndin tvö gætu eflzt stórum á þvi, að eiga þarna miðstöð fyrir margháttaða starfsemi sína. Bæði gætu þau haft þar fundi og mót, námskeið og sýningar. „Skarphéðinn“ á þar þegar íþróttavöll, sem mjög þarf umbóta við, og væri nokkuð aðgengilegra, að vinna þær umbætur á eigin landi en á leigulóð. Sú aðstaða við héraðsmótin, sem ráð á liúsum og landi að Þjórsártúni veitir, mundi stórauka tekjur af þeim, og gera þar með auðveldara að sjá fjármálahlið málsins borgið. Búnað- arsambandið gæti haft þarna búnaðartilraunir, ef til vill kennslubú eða tilraunabú. biða Ungmennafélögin stofnuðu þar til ræktunarvinnu fyrir atvinnulausa æskumenn kaupstaðanna. Nóg gæti verið með Þjórsár- tún að gera. Loks vil eg benda á, að kjörið væri að nota nokkuð af hinum miklu húsakynnum að Þjórsártúni til að safna þangað og varðveita þar hverfandi menningar- og at- vinnuverðmæti af Suðurlandi. í upphafsgrein þessa heftisSkinfaxa ræðirSigurður Þórarinsson jarðfræðing- ur um ]iað, af alvöru og kral'ti, að nauðsyn ber til að vinda bráðan bug að ]>ví, að bjarga slíkum menjum og verðmætum frá týnslu og gleymsku. Stendur engum nær en Ungmennafélögunum, i samvinnu við félög bændanna, að sjá um slíka varðveizlu. Hætt er við, að * hússkortur yrði ein meginhindrun fyrir söfnun slíks. Með kaupum Þjórsártúns væri fyrir þvi séð um langa framtíð. Gæti Þjórsártún þannig fengið sviiiaða ])ýð- ingu hér á landi og Lille-Hammer í Noregi. liréfaskipti. Guðmundur E. Norðdahl, AusturhlíS í Gnúpverjahreppi, Ár- nessýslu, óskar eftir bréfasambandi við þingeyska stúlku 20 —24 ára gamla,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.