Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 60

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 60
60 SKINFAXI stund var metin til fjár — þjóðin átti orðið nýjan æfintýraheim, heim auðsins. Landið varð fjarrænna en áður og hlutur þess í skapi manna varð þvi minni sem þeir fjarlægðust náttúru þess meir. En að þessum ármn liðnum án mikils sýnilegs ár- angurs í þá átt, sem menn liöfðu gert sér vonir um, var sem þjóðin vaknaði af þungum og erfiðum draumi. Út úr hinum glæsilega lieimi gróðans, sem menn að minnsta kosti álitu að vera, kom liún í mörgu tilliti fátækari en áður, og ekki Iivað sízt, að hún hafði fjar- lægzt þiá náttúru lands síns, sem fóslrað hafði hana og sett á hana sinn svip. Þetta sáu hinir framsýnustu menn fljótlega og tóku að herjast fyrir aukinni ræktun landsins og þjóðarinn- ar við þess eigin harm. Upp úr þeim jarðvegi eru sprottnir héraðsskólarnir, þar sem æska landsins hópast saman til náms og þroska, lærir að þekkja landið sitt, minningar, sem við það eru tengdar, og elska það. Undanfarna daga liefir fjöldi æskumanna i höfuð- staðnum og nágrenni hans tekið höndiun saman um að stiga nýtt skref á þessari braut. Þelta skref er stofnun Farfuglafélaganna. Uppátæki þýzku stúdentanna að leita úl i sjáli'a ó- snerta náttúruna, burt frá öllu því ónáttúrlega, sem ldaðið hafði verið upp i kringum ])á af hinum ytri skilyrðum og heft lífsþrá þeirra og leit að fegurð og hreysti — það og stofnun héraðsskólanna eru straum- ar, sem liggja í sömu átt. En undanfarin síðustu ár hefir æskan sjálf sýnt vilja sinn í þessum efnum, með því að leggja leið sína út í náttúru landsins, i leit að hvíld frá þeim óeðlilegu öfl- um, sem hún lifir og hrærist í dag hvern. Þetta á e. t. v. einkum við um bæjaæskuna. En sveitaæskan hefir einnig lagt út á nýjar brautir í þessum

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.