Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 66

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 66
SKINFAXI 66 En skoðun sína á þessum málum byggir hann á þeirri stað- ieynd, að skynsamleg iþróttaiðkun sé sú undirstaða, sem and- ieg og líkamleg heilbrigði þjóðarinnar byggist á Og munu atiir geta fallizt á, að almenn íþróttaiðkun sé þjóðinni holl- ari, heldur en að fáir útvaldir eyðileggi sjálfa sig með for- sjárlausu kappi við að „slá“ sín eigin og annarra met. Einn af uppáhaldssöngvum íslenzkra æskumanna, nú um langan aldur, er söngurinn um táp og fjör og fríska menn. í þessum ljóðlínum skáldsins speglast þrá þjóðarinnar, á ollum öldum, eftir þróllmiklum og síbatnandi sonum og dætr- um. Og það er vist, að á engu ríður meir, fyrir framtíð okk- ar fámennu þjóðar, en að það takist, að ala svo upp hina vaxandi kynslóð hvers tíma, að hún verði tápmikil og frísk lii líkama og sálar, og þolgóð í hverri raun, sem að steðjar. En öruggasta leiðin að þvi marki er almenn og alhliða iþróttaiðkun unga fólksins. Og þess vegna verður þeim mönnum aldrei fullþakkað, sem — eins og Sigurður Greips- son — verja til þess fé sinu og fyrirhöfn, að vekja áhuga og skilning almennings á hinu sanna gildi íþróttanna. íþróttaskólinn í Haukadal hefir nú starfað í 12 ár. Öll þau ár hefur Sigurður staðið einn áveðurs við þessa stofnun sina, svo að segja óstuddur af öllu, nema kolhörku sinnar eigin skapgerðar og viljafestu,- og hlýhug og góðvilja getulílilla ungmennafélaga. En þrátt fyrir ótal örðugleika er Sigurður enn beinn í baki og glaður og reifur, hvar sem hann ber að garði. Haukadals- skólinn þarf ekki meðmæli, vegna þess að hann hefir nú þeg- ar mælt með sér sjálfur, að á hverjum vetri er þar nú yfir- fullt af nemöndum, sem sækja sér þrótt og manndóm á hiö fornfræga höfuðból Haukdæla, undir forystu eins hins ágæí- asla ungmennafélaga, sem um gelur. Og á slikum stað er ungum mönnum gotl að dvelja, þar sem saman fer ágæt handleiðsla skólastjórans og sögulegar minningar staðarins eggja til dáða. Því að eins og skáldið segir: „Það er eins og mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og' feðrum er vígð.“ Og vel væri það farið, ef ungmennafélagar og aðrir vildu ininnast þess, að Haukadalsskólinn og starfsemin þar stend- ur feli framar mörgu l>ví, sem rekið er fyrir meiri og minni slyrki af opinberu fé. Þeir, sem þekkja Sigurð Greipsson og skólann hans, munu

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.