Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 68

Skinfaxi - 01.04.1939, Page 68
68 SIÍINFAXI Mang og nokkur kostna'ður fyrir þá einstaklinga, sem lengsi þurfa að sækja þetta mót. En vart má ætla skemmri tíma en viku til þessarar ferðar. Nú á tímum er um margs konar far- kost að ræða, og geri ég ráð fyrir, að hver velji sér þann, er hezt hentar, Kynnisfarir hafa veiúð farnar milli landsfjórðunga, og hefir einkum eldra fólkið verið þar á ferðinni. Yngri kyn- slóðin hefir lítið látið á sér bera um slík félagshundin hóp- ferðalög. A þó sízt við að liregða æskunni um það nú á tím- um, að hún sitji kyrr á sama stað. Eg tel vafalaust, að ár- angur þessa móts geli orðið þýðingarmikill fyrir ungmenna- felagsstarfsemina i landinu, enda er það og takmarkið. Ungmennafélög viðs vegar að af landinu efna til skemmti- móts á einum fegursta stað landsins. Um leið gefst þeim kostur á, er um langan veg er að sækja, að kynnast land- inu, og að því einu er gagn og gaman. Félögin þurfa þegar að ræða þetta mál. Hvert héraðssamband verður að kjósa sér forystumenn til undirbúnings, hæði um þátttöku og ferða- lag, Iþróttamenn þurfa að þjálfa sig til þátttöku og ung- roennafélagar yfirleitt að gera sér grein fyrir þátttöku fyrr en seinna. Fólk getur að nokkru búið sig undir tilkostnað- inn, með þvi að spara sér þegar einhver miður þörf útgjöld og safnað þannig lil þess tima í eins konar ferðasjóð. Annars er sjálfsagt, að hver búi sem mest að sínu, hafi tjald og jafnvel nesti að heiman, og spari sem mest beinu útgjöldin. j i!; f | hllli i Eg veit, að við erum flest fátæk að fé. En ef við berum eld áhugans í brjósti, nennum að lifa í landi voru og vinn- um saman sem sannir ungmennafélagar, ]iá erum við ekki fátæk. í stuttu máli: Takið þetta mál þegar lil íhugunar, stingið því ekki svefnþorn, hrindið því i framkvæmd. Siðar munu félögin fá nánari tilkynningu um væntanlegt fyrirkomulag mótsins o. s. frv. Fagnaðarfréttir. Ungmennasamband Eyjafjarðar hefir gengið í U.M.F.Í. Þar eru sjö félög með fullum ö()0 mönnum, og von á þremur fé- lögum i viðbót. Formaður sambandsins cr nú Jóhannes Óli Sæmundsson, kennari. — Hjartanlega velkomnir aftur i hóp- inn, gömlu félagar!

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.