Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 73

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 73
SKTNFAXI 73 myndum, og ennfremur að fá í safnið myndir af merkismönn- um og sérkennilegum mönnum úr héraðinu. Hverri mynd fyigir skrifuð skýring, til leiðbeiningar fyrir þá, sem sýna þær. Myndir þessar geta einstaklingar, skólar, ungmennafélög og önnur félög, fengið aö láni, til sýningar, gegn 10 aura gjaldi fyrir hverja mynd, enda greiði lántakandi flutningskostnað og beri fulla ábyrgð á myndaplötunum, frá því að safnið afbendir þær og þar til þær koma til þess aftur. Skólar og ungmdnnafélög innan vébanda U.M.S.B. fá myndir þessar gegn 5 aura gjaldi á mynd, þó með því skilyrði, að þær séu ekki sýndar á opinberum samkomum né aðgangur seldur að sýningunni. Þeir, sem kynnu að óska eftir að fá myndir þessar lánað- ar, snúi sér til stjórnar U.M.S.B. Ferð um Borgarfjörð. Sambandsritari U.M.F.Í., Daníel Ágústínusson, ferðaðist með- al Umf. í Borgarfirðinum 2.—11. jan. síðastl. Flutti bann er- indi um starfsemi Umf. o. fl. í 7 Umf. Alls eru í U.M.S.B. 10 starfandi félög. Höfuð málefni margra er bygging heima- vistarskóla. Er gert ráð fyrir skólum, sem nái yfir 2—3 sveitir. Ennþá er enginn heimavistar-barnaskóli í Borgarfirðinum. Má það teljast einkennilegt í jafn glæsilegu og annars vel byggðu héraði. Þá heimsótti sambandsritari skólana að Hvanneyri og Reyk- holti. Þar dvelja nú um 150 æskumenn. Má gera miklar vonir til þess fólks,um baráttu fyrir málefnúm Umf. Er ekkert eðli- legra en að alþýðuskólarnir séu miðstöð ungmennafélags- starfseminnar í hverju héraði. Og rætast þá einmitt glæsileg- ar vonir, sem margir brautryðjendur alþýðuskólanna tengdu við þá, Starfsemi Ungmennasambands Borgarfjarðar er mjög vax- andi. Má m. a. nefna bið merka Skuggamyndasafn af lands- lagi, menningar- og atvinnulífi Borgarfjarðar. Er það þegar orðið mikið að vöxtum og stöðugt aukið. Er þetta athyglis- vert menningarstarf, sem önnur héraðssambönd ætlu að taka til atbugunar. Flestir myndu vilja kaupa slikt safn dýru verði. þó eigi væri nema frá síðastl. öld. Þá byggst sambandið að gefa út árbók, sem standi að vissu leyti í sambandi við skugga- myndasafnið, geymi sögulegt ágrip af héruðum, menningar og atvinnulífi, einstökum mönnum og félögum, sem myndir eru til af, þó einkum sögu sambandsins; þá greinar um mál- efni Umf. almennt. — í vetur hefir sambandið haft skíða-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.