Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 79

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 79
SKINFAXI 79 tóbaki, á 700 manna samkomu sambærilegri við hin frægn mót við Þjórsárbrú?" Skinfaxa hafa borizt tveir fjölritaðir bæklingar, allmiklir, um vandamál, sem Umf. fjalla um og vilja leggja lið sitt til að leysa. Báðir eru þeir greinargerðir, eða hluti úr greinar- gerðum, til stjórnarvalda ríkisins, frá mönnum, sem þau hafa falið að athuga þessi mál. Annað ritið fjallar um fræðsiu- mái sveitanna, eftir Aðalstein Eiríksson, skólastjóra í Reykja- nesi. Hefir hann, sem kunnugt er, sett fram tillögur um gagn- gerðar umbætur á núverándi ófremdarástandi þeirra mála, og birtust þær fyrst í ritgerð hans i Skinfaxa 1933. Fékk hann aðstöðu til að reyna tillögur sínar í Reykjanesskóla, er hóf starfsemi undir stjórn hans 1934, og er nú þjóðkunn- ur. Jafnframt var honum falið, að gera rökstuddar tillögur til fræðslumálastjórnar, um skipun fræðslumála i sveitum landsins. Eru þær tillögur með greinargerð i ritinu. Fara þær í sömu átt og nefnd ritgerð höf. i Skinfaxa, en eru nokkru fyllri. Hefir þegar verið allmikið um þær rætt i blöðum. Hitt ritið er fjögur útvarpserindi, er Ludvig Guðmundsson skólastj. flutti um atvinnuleysi æskumanna og ráðstafanir gegn því og afieiðingum þess, En L. tí. hefir mjög láfið ])að vanda- mál til sín taka, og kynnt sér það erlendis, að tilhlutun rikis- sfjórnarinnar. Gerir hann í erindum sínum grein fyrir sögu þessa máls liér heima, aðgerðum nágrannaþjóðanna í því, og svo að lokum tillögum sínum til úrbóta. Skortir nú miklu fremur framtak en umræður og uppástungur í máli þessu. G u ð m u n d u r B ö ð v a r s S o n: Hin hvítu skip. Bókaútgáfa Heimskringlu. Reykjavík 1939. Eg sat við skrifborðið og var að lesa síðustu próförkina af Skinfaxa, þegar þessi bók kom inn úr gættinni, ný úr prenl- vélinni. Vegna slíkrar bókar er ekki áhorfsmál að láta prent- arana bíða einn dag eftir próförkinni og rýma til fyrir rit- fregn. Þvi að Guðmundur Böðvarsson sýndi það með fyrri bók sinni „.Kyssti mig sól“, að hann er skáld, sem vert er að veita fyilstu athygli. Auk þess er hann góður forystumað- ur í ungmennafélagi sveitar sinnar, og þó að það hafi sjálf- sagl litla þýðingu fyrir skáldskap hans, (hver veit þó?), þá er liann nákomnari okkur Skinfaxa fyrir bragðið. Þessi nýja bók efnir glæsilega þau heil, sem skáldið gaf með fyrri bókinni, og gefur ný heit og stór. Hér er hverl

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.