Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 80

Skinfaxi - 01.04.1939, Side 80
80 SKINFAXI kvæðið öðru snjallara, leikandi „Iýrik“, vel dregnar myndir, snjallar líkingar, fjölbreytni í orðavali og hressandi tilbreyt- ing í rinii. Hér skal aðeins tili'ært eitt erindi (úr kvæðinu Boltaleikur), til að sýna hvernig skáldið túlkar ljúfsáran trega liðinnar æsku: Eg hef setið og gætt þín og gleymt mér, leikur þinn er svo léttur og hlýr. Hann, sem var eitt sinn mitt yndi, er orðinn framandi og nýr. Hann kveikti á sólinni og kallaði á vorið og komist eg inn fyrir takmörk hans, þá á máske lítið erindi þangað fávis alvara fnllorðins manns. Hér eftir verður óhjákvæmilega tekið fyllsta lillit til bónd- ans á Kirkjubóli í Hvítársíðu, á skáldþingi íslendinga. Nýjar félagsfréttir. Um það leyti, sem þétta hefti Skinfaxa kemur út, fer ung- ur sendimaður U.M.F.Í., Þórarinn Magnússon frá Hrútsholti í Hnappadalssýslu, formaður Umf. Árroða í Eyjahreppi, ut- an lil verklegs húnaðarnáms í Svíþjóð. Mun hann fyrst dvelja þár fimm mánuði í bþði sænska 'búnaiðarsambandsins, á kennslu- og fyririnyndarbúi þess á Suðurmannalandi. Eftir það mun hann kynna sér „Jordbrukareungdomens Förbund“, fyrirkomulag jiess og starfshætti, og vinnubrögð æskulýðs- ráðunauta liess. Er fyrirhugað, að Þórarinn vinni að því, er heim kemur, að skipuleggja búnaðarstarfsemi U.M.F.Í. og vinni fyrir það sem æskulýðsráðunautur um landbúnað. 20. marz var eudurstofnað Ungmennasamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Hafði það ekki starfað undanfarið, enda voru sambandsfélög ekki nema þrjú. Átta félög eru nú í sam- bandinu. Það hefir gengið i U.M.F.Í., en fjögur félaganna hafa ekki verið i því fyrr. Hefir sambandsfélögum U.M.F.I. fjölgað um tiu i marzmánuði (sex í Eyjafirði, fjögur á Snæ- fellsnesi), og eru þau nú 75. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN II/F.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.