Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1940, Page 3

Skinfaxi - 01.11.1940, Page 3
SKINFAXl 83 ekki valviö það til lífs aftur, þótt liann ráði öllum ríkj- um veraldar. Á meðvitund ])essara sanninda og virð- ingu þessarar lielgi er það reist, að manndráp mega heita óþekkt fyrirbrigði á Islandi öldum saman. Þessi lífsskoðun Islendinga er ekki sérkenni þeirra né nýjung. Það er lífsskoðun, sannfæring og kenning mestu og göfugustu manna mannkyns allra alda ■— þar á meðal meistara þess, er flestar þjóðir Norðurálfu og fleiri játa trú á. En skoðun ]>essi hefir gegnsýrt Iiugsunarhátt Islendinga fremur flestum eða öllum öði'- um þjóðum. Það stafar hæði af því, að þeir hafa ekki horið vopn i aldir, svo að vaninn sljóvgar ekki and- styggð þeirra á vopnavaldi, og svo af hinu, að í fámenni her meira á gildi einstaklingsins en i margmenni, svo að það verður mönnum ljósara, og einstaklingurinn fastari á rétti sínum. II. Styrjöld sú, sem nú geisar, er íslendingum i senn efni harms og hryllings. Þeim blöskrar það, að þjóði.r, sem taldar eru í fremstu röð menningarþjóða, skuli keppast um að ausa hver aðra eldi og tortimingu, eyða óhætan- legum menningarverðmætum, sóa gífurlegum fjármun- um, er slcapa mætti með mikla gæfu, og kvelja, limlesta og drepa tugþúsundir saklausra manna —• roskins fólks með reynslu á baki, en einkum þó æskulýðs með ónot- aða hæfileika, óunnin verk og órættar framaþrár. Þeir eiga engin orð til að lýsa viðurstyggð sinni á þessari aðferð til að skera úr þvi, livað rétt sé i ágreiningsmáli. En Islendingar fá hér enga rönd við reist. Þeir eiga enga sök og bera enga ábyrgð á styrjöldinni, og eiga þar af leiðandi að vera lausir við ósköp hennar og af- leiðingar. Um þjóðir þær, sem nú eigast illl við, er það að segja, að oss íslendingum er hlýtt til þeirra allra, og vér höfum 6*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.