Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 33

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 33
SKINFAXI 85 4.—6. júlí síðastl., en þar var og liáð 25. afmælishátíð ungmennafélagsins þar. Boðsbréf hafði verið sent til Ungmennafélagasambanda i Danmörku, Sviþjóð, Binnlandi, Færeyjum og á Islandi, og þeim boðið að senda fulltrúa á mótið og vikivakaflokka, þar sem þeir voru til. — Færeyingar gátu enga fulltrúa sent, vegna samgönguleysis. Engir Finnar gátu mætt, vegna þess að þeir fengu ekki gjaldeyri, sem nægði þeim til og frá norsk-sænsku landamærunum, en Norges Ungdomslag hafði hoðizt til að kosta för og dvöl Finnanna að öllu leyti eftir að þeir kæmu á norska grund. Fulltrúar fyrir Ungmennasamband Islands voru Skúli Norðdahl stúdent, K.höfn, og undirritaður. Þá voru og þessir íslendingar viðstaddir við hátíðahöld- in: Ástríður Sigurmundsdóttir (kona undirritaðs), Sigríður Kærnested, og Helgi Hjörvar, skrifstofustjóri rikisútvarpsins. Hátíðahöldin hófust 4. júlí í Þrándheimi, en lauk á Stiklastöðum 7. júli. Auk fulltrúa Dana og Svía mættu af þeirra hálfu ca. 30 manna vikivakaflokkar frá hvorri þjóð. Um 1400 norsk ungmenni höfðu til- kynnt komu sina, og munu þau flest hafa mætt. Setti þessi fríði æskumannahópur sannarlega sinn svip á Þrándheimsbæ dagana, sem hátíðahöldin stóðu. Jók það mjög áhrifin, að flest voru ungmennin klædd þjóð- búningum, sem eru litsterkir og fagrir, einkum hún- ingar kvennanna. Hátíðahöldin liófust með því, að formaður U.M.F. Þrándheimsbæjar, lector Ove Bakke, bauð gesti vel- komna. Þá tók næstur til máls Knut Eik-Nes, prófast- ur, en hann er formaður Noi’ges Ungdomslag. Setti hann mótið. Minntist hann fyrst þeirra Norðmanna, er létu lífið í haráttunni fyrir frelsi Noregs í síðasta heimsstríði. Fánaberar, er stóðu i hálfhring hak við i'æðumann, létu fánana drúpa meðan minningarorð- 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.