Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 10
Þernurnar af Súðinni hampa ungum Grænlending- um. Þetta voru mjög elskuleg og viðfelldin börn, en þau hefðu þurft að eiga betri föt. allt árið, utan þá fáar manneskjur. Vitanlega hlýtur þetta að breytast eftirleiðis, þegar höfnin verður notuð allt árið. Það var því ekki um marga Grænlendinga að ræða, sem við gátum komizt í kynni við. Þó voru þarna nokkrir starfsmenn í sambandi við rekstur hafnarinnar og sjúkrahússins, ásamt nokkrum fjölskyldum, sem komu þarna að og slóu niður tjöldum sínum, sumar um nokkurra vikna skeið. Það var sunnudaginn 25. júlí eftir hádegi. Úlfgrá þokan hvolfist yfir láð og lög, þó ekki eins svört og hafði verið um nóttina, því það grisjaði fyrir sólu við og við, en loftið var kalt og hráslagalegt, því norðvestan brælingur var. Við fórum, þrír strákar, í land af Súðinni og yfir í Færeyingahöfn. Þá var komin þar á klappirnar fyrir neðan loftskeytastöðina, græn- lenzk fjölskylda eða raunar tvær, að ég held, og bjó í tjaldræfli, sem hún hafði reist þar og fest niður með steinum. Þetta voru víst 12 manns í allt, krakkar og fullorðið fólk. Þar lágu og til þurrks 2 eða 3 kajakkar og einn lítill konubátur úr skinnum og einnig lítill opinn bátur úr seglastriga þöndum á trégrind. 1 litlu húsi, sem stóð þar rétt fyrir ofan, bjó eitthvað af fólki, sem var við þjónustustörf hjá dönsku stofnununum þar (spítalanum, loftskeytastöð- inni og smiðjunni). Við hittum fyrst krakkana, sem voru úti við. Ekki var nú greiðfært um samræðuformið. Ég reyndi fyrir mér með „skandínavísku", þ. e. Islendinga dönsku, og spurði þau hvort þau kynnu ekki dönsku. „Namik“, sögðu þau og hristu höfuðið, þau skildu ekki dönsku. Fé- lagar mínir gripu þá til hernámsensku, þó ekki af góðri kunnáttu, en þau hlógu bara að því. Þá varð maður að reyna fyrir sér með bend- ingum. Gekk það öllu skár. „Ragnar ateqarpunga", sagði ég og benti á sjálfan mig, „qanoq ateqarpit" og benti á þau. „Ragnar“ endurtóku þau og hlógu og voru feimin. Þetta voru þrjár litlar stúlkur á aldrinum frá 8—16 ára og 4 drengir frá 6—16 ára. Þau voru öll heldur tötralega klædd. Stúlkurnar í siitnum sirskjólum, sem náðu niður fyrir hné og þar undir í skósíðum ullartausbuxum, einnig slitnum. Sú elzta var í dökkum kápuskokk, slitnum. Drengirnir voru í skinnbuxum, bættum (nema sá elzti, sem var í taubuxum, slitnum og allt of víðum), og blússum úr taui að ofan- verðu. Öll voru þau í stuttum stígvélum, saum- uðum úr skinni, sem náðu rétt upp á kálfann. Sólaskinnið var varpsaumað kringum framleist- inn. Seinna sá ég kvenfólk með stígvél, skraut- saumuð, af þessari gerð, og mundu þau hafa þótt sóma sér vel á reykvískum blómarósum í þurrafrosti. Þegar ég var búinn að gera þeim skiljanlegt hvað ég héti, hélt ég áfram að spyrja þau um hvað þau hétu. Varð einn drengjanna aðallega fyrir svörum. Hét hann Lars, 12 ára, mikill fjörkálfur. Benti ég á hvert þeirra um sig og sagði: „qanoq ateqarpa" og leysti þá ýmist hann eða hin úr spurningunni. Hét elzti pilturinn Renatheus Jakobsen, 16 ára gamall. Hefði getað verið íslenzkur sjó- garpur eftir útliti, Ijós á hörund, með svart, slétt hár. Hann skildi ekkert í dönsku. Svo kom Lars Lúkasen, 12, ára, þéttur hnokki með svartan hárlubba og sólbrennt andlit, ekk- ert sérlega fríður, en ólmaseggur og athafna- samur svo af bar. Hann virtist skilja mikið af því, sem sagt var við hann, hvort sem notuð var íslenzka eða málleysublendingur, þótt hann kynni ekkert nema „kalátdlit oqausé“, þ. e. grænlenzku, því hann svaraði alltaf með „áp“ = já, eða ,,namik“ = nei, og stundum revndar „pasingilára“ = skil ekki eða „forstaar ikke“. Hann kunni að telja á dönsku og sagði okkur hvað þau væru gömul. (Seinna sagði hann öðr- um af Súðinni að hann væri íslenzkur, því faðir sinn hefði verið íslenzkur og héti Steffenssen. Það er að segja, hann gat gert þeim þetta skilj- anlegt. En þá fóru móðir hans og sambýliskona hennar að þagga niður í honum). Bróðir hans hét Júnat og var 10 eða 11 ára. Breiðleitur, með frítt andlit, sólbrenndari og þeldekkri en Lars og með blædekkra hár. Við s,áum hann stundum á sjó í fylgd með föður sínum, Abel Lúkasen, sinn í hvorum kajak og hafði Abel kajak Júnats bundinn við sinn til 26B VÍKINEUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.