Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Qupperneq 13
vestra, meðan menn voru enn ekki farnir að nota gúmmístígvél á fæturna. Sumt var aftur á móti ekki með yfirbragði eins og það er algengast hérna. Hár allra var svart, lint og slétt, misjafnlega vel hirt eins og gengur, og munu Reykvíkingar að jafnaði láta snyrta hár sitt oftar, nema þá þeir, sem eru skáld eða listamenn. Augu flestra voru brún. En það, sem mér fannst sameiginlegt með því öllu, var þessi hátíðlegi, bældi svipur, sem var á því, þegar danskir menn voru í námunda við það. Það er ekki hægt að segja með rétti um skyld- leika þess við okkur, dæmt eftir útliti þess og viðkynningu við nokkrar manneskjur. Til þess þarf að rannsaka sögu þess og líkamsbygging- arþróunina með hliðstæðum samanburði við þá þróun, sem orðið hefur hjá okkur íslendingum sjálfum. Vitanlega er þetta fólk eitthvað orðið blandað Dönum í seinni tíð, en það erum við Islendingar líka. Ef ég hefði haft tækifæri til að ferðast um landið, kynnast fólkinu og læra mál þess, hefði ég getað myndað mér fastari skoðun um þetta. En þrátt fyrir það tel ég mér óhætt að segja, að margir af þeim Grænlend- ingum, sem ég sá þarna, hefðu ekki vakið sér- staka athygli fyrir útlendingslegt yfirbragð, ef þeir hefðu alizt upp hér heima og vanizt okkar háttum og máli frá barnæsku. Lokaofö. Þótt svo illa tækist til, að íslendingar gerðu ekki út til fiskveiða við Grænland síðastliðið sumar, geri ég ráð fyrir, að svo verði ekki í framtíðinni. Er vísast, að þangað muni sækja íslendingar, sem aðrar þjóðir. Það er því nauðsynlegt að við gerum okkur ijósa afstöðu okkar til Grænlands og Grænlend- inga. Okkur verður að gerast það ljóst, að við verðum að sýna þeim vinsemd og hjálpfýsi í öllu, sem við'getum. Það væri mjög vel til fallið, að við gætum boðið mörgum þeirra til dvalar með okkur, bæði í skólum, og þó einkum til náms í verldegum efnum við heppilegar aðstæður, þar sem þeir gætu lært hagnýt vinnubrögð, sem mundu henta þeim tíma, sem land þeirra verður að taka á móti á næstunni, ef þeim á að verða fært að lifa í landi sínu. Ekkert fólk myndi taka vináttu íslendinga betur en einmitt Grænlendingar. Kennslukonan: — Fólk, sem hvergi á sér bólfestu, en fer stað úr stað, er nefnt hirðingjar. Getur þú bent mér á nokkra, sem lifa þannig, Emma mín? Emma: — Vinnukonurnar hennar mömmu. SJÓMANNASÖNGUR. Næturhúmiö vík og voga, vefur fast að barmi sér. Yzt við hafsbrún eldar loga, andar rótt við sand og sker svefnlétt bára. Vaknar ver. Mjúkt um strengi strýkur boga stillir vinda, er morgna fer. Út á djúpið salta seiðir syni fjarða ránar brá, Opnast vegir, bjartir, breiðir, brunar knörinn ströndum frá. Fyllist segl og svignar rá. Sær um brjóstið fannhvítt freyðir, fast er sótt á miðin blá. Silfurlokka Ijósa hristir, logns af blundi vakinn sær. Ránarvörum votum kysstir virðar rækja störfin kær. Glettin alda þiljur þvær. Kotin lágu kvíðinn gistir kaldur þegar stormur hlær. Landsýn hverfur, hallar degi. Herða flugið vindaský. Heim er snúið hlöðnu fleyi. Hrynur dröfn með þungum gný. Stormur grípur strengi i. Synir fjarða um vota vegi vinafundar leita á ný. Reinhardt Reinhardtsson. VÍ K I N □ U R 271

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.