Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 15
ið til sængur. Það var raunar ekki ný bóla, að við leiddum hesta okkar saman í hálfkæringi, átum venjulega hvort úr annars pokahorni, en aldrei höfðu rimmurnar orðið grimmari en þetta kvöld. Það varð stólparok, sem endaði með því, að ýmislegt var rifjað upp, er áður hafði legið í þagnarþey. „Þú hefur alltaf verið bölvaður ræfill og heybrók", sagði konan mín; og raddblær henn- ar var baneitraður. „Þetta hef ég aldrei heyrt áður, elskan mín“, sagði ég og skælbrosti framan í hana. „Þú hefur þá heyrt það nú, og mundu það eftirleiðis", sagði konan mín. „Getur verið að ég muni það, en ég trúi því aldrei“, sagði ég. „Þú skalt verða að trua sannleikanum um sjálfan þig, þó að þér þyki hann gallbeizkur", sagði konan mín. „Þinn sannleikur er sonur syndarinnar", sagði ég. Þá hló konan mín óheillavænlega. Það var eins og ískalt steypibað félli niður eftir hrygg- lengjunni á mér, og þóttist þess fullviss, að konukindin hefði snuðrað upp einhverja snögga bletti, vissi mig í ýmsu berskjaldaðan, eins og gerist og gengur, og það jafnvel með trúverð- ugustu eiginmenn. Nú hugsaði hún sér víst gott til glóðarinnar, að núa mér ósómanum um nasir. Hún var svo sem komin í bardagaham, blessuð friðardúfan. „Manstu kvöldið, sem við spiluðum hjóna- sængina, kvöldið, sem spilagæfan sneri við þér bakinu, svo ólundin hékk utan á þér, svört og andstyggileg, eins og ósflygsur af daunill- um grútarkveik?" spurði konan mín. „Jú, sennilega rámar mig eitthvað í þetta. Var það ekki þá, þegar ég vann happdrættis- vinning kvöldsins?" sagði ég háðslega. „Já, þú vannst, bölvaður auminginn. En hvernig vanstu? Með svikum, — já, með svik- um, heyrirðu það?“ sagði konan mín. Og nú var hún orðin þung á bárunni. „Þú gafst, ég var í forhönd, fékk góð spil, hafði vit á að tryggja mér sigurinn með glæsi- legri spilamennsku, hef víst haft nasasjón af því, að til mikils var að vinna“, sagði ég. „Glæsilegri spilamennsku. — Þú gazt bók- staflega ekki spilað öðruvísi en að álpast upp í til mín. Ég ætti að vita það, engu síður en þú. Þú hefur gott af því að kynnast sannleik- anum, ef til vill minnkar þá í þér helvítis mont- ið og rembingurinn. — Ég valdi þér þessi ágætu spil. — Þið strákarnir voruð uppteknir við að rífast. Það er alltaf kleift að fara á bak við karlmenn, vefja þeim um fingur sér, eins og heftiplástri, sem situr þar rígafstur, unz honum er kastað í sorptunnuna". Það varð nokkur þögn eftir þessa hvellhettu- sprengingu konu minnar. Ég var ekki lengur sigurstranglegur riddari, sem hafði brotið nið- ur borgarmúrana, lokur höfðu verið dregnar frá hurðum. Sú, sem barist var um, hafði lagt sigurinn upp í hendur mínar. Og þegar ég fylgdi henni heim um nóttina, veitti hún ekki viðnám gegn ágengni minni við að gera sigur- inn við spilaborðið raunverulegan í hvílunni. Kossar hennar voru langir, og blóðhiti í arm- lögunum. „Ekki hafa hinir strákarnir verið burðugir, fyrst þú tókst mig fram yfir þá“, sagði ég. „Það var ekki um neitt val að ræða — ég kenndi bara í brjósti um þig, heigulinn og hrak- fallabálkinn“, sagði konan mín. „Þú hefur alltaf verið hagsýn og sjálfri þér samkvæm í orðum og athöfnum", sagði ég stork- andi. „Þú ert naut“, sagði konan mín. „Sem þú valdir þér“, bætti ég við. „Þú ert andstyggilegur — hypjaðu þig frá augunum á mér, svona — svona — impótesar eiga ekki að — að —“. Konan mín var farin að snökta. Ég lét hana ekki vísa mér tvisvar á dyr. Það var eitthvað óþvegið, sem hún var að rausa. Ég hlusta’ði ekki á hana, hljóp í nekt Adams fram úr hjónasænginni og hreiðraði um mig á dívangarmi uppi á hanabjálkalofti. En það er áreiðanlega satt: „Sá hlær bezt, sem síðast hlær“. Ég hefði betur verið svo lán- samur að tapa síðasta spilinu í hjónasænginni hérna um árið. Þá hefði ég hlegið í kvöld. £malki Kaupmaður nokkur bauð húslækni sínum til mið- degisveizlu, sendi þjón með boðin og beiddist svars. Læknirinn skrifaði svarið í flýti á lyfseðil og fékk þjóninum. Það er alkunnugt hvað læknar skrifa illa, og kaupmaðurinn gat ekki með nokkru móti lesið hrafnaspark það, sem á lyfseðlinum stóð. Hann skauzt þá yfir í næstu lyfjabúð og sagði við lyfsalann: — Getið þér ekki gert svo vel og lesið þetta fyrir mig? Lyfsalinn brá sér með seðilinn í næsta herbergi, kom að vörmu spori aftur með vænt lyfjaglas. — Það kostar 8 krónur og 50 aurji. ★ Tveir ferðamenn á ftalíu mætast. Annar segir: — Hvernig leizt þér á rústir Pompeji-borgar? Hinn svarar: — Rétt svona og svona. Þær eru svo hroðalega af sér gengnar. V í K I N G U R 273
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.