Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Qupperneq 21
Siðir og erfðavenjur í flota, eins og til dæmia þeim enska og danaka, «ru siðir og venjur næstum ein3 margar og margvíslegar og mennirnir. Hér verður skýrt frá nokkrum slíkum erfðavenjum. * „s kdr Ein af þessum venjum, sem næstum hver einasti sjó- liði hefur í heiðri haft, er að segja „skál!“ Á sjónum hefur þetta orðið til, liklega vegna þess, að drykkjar- vörur hafa alltaf haft mikla þýðingu fyrir sjófólk. Vínið og ölið voru auk þess hluti af launum sjóliða í hernum. Á tímum Tordenskjölds höfðu drykkjarvörur sérstaklega mikið að segja, maturinn var þá mjög ein- hæfur og næringarefnasnauður. Árið 1736 var því inn- leidd ný „átvenja", sem veitti áhöfninni rétt til ákveð- ins skammts af brennivíni annan hvern dag. í Englandi þelcktist einnig þessi ábót á matinn, sem annars var þannig, að honum fylgdu alls konar sjúkdómar, en eink- um skyrbjúgur. Þar í landi urðu ýmsar venjur afleiðingar þessarar matarábótar, m. a. það, að óbreyttir liðsmenn drukku dag hvern „skál“ fyrir einhverri ákveðinni persónu. Þannig drukku þeir á þriðjudögum „mæðraskál". Á fimmtudögum drukku þeir skál „fyrir kónginum". Á laugardögum „skál“ eiginkvenna og „vinkvenna“. En þetta voru engin smámenni, því að á miðvikudögum drukku þeir „skál“ fyrir sjálfum sér. Yfirmennirnir drukku einnig „skál“ og þar var drakk- in „skál fyrir kónginum" engu síður en hjá undirmönn- um. Eru menn yfirleitt vanir að standa upp í hvert skipti, sem þeir drekka einhverjum til, en William fjórði, sem hafði verið á sjó og þekkti því aðstæður allar, leyfði allra náðugast, að menn drykkju „skál“ hans sitjandi. Ástæða þessa var sú, að lofthæð var víðast hvar mjög lítil í hinum gömlu herskipum og menn vildu ógjama eiga á hættu að mölva sitt eigið höfuð, við að standa snögglega upp. Venja þessi hefur haldizt og enn þann dag í dag sitja enskir yfirmenn í sjóhernum sem fastast, er þeir drekka „skál“ fyrir kóngi sínum. Nú til dags er þetta víst ekki vegna þess, að svo lágt sé undir loft í skipum brezka flotans, heldur vegna þess, að Englendingar eru fastheldnir við gamlar venjur. * Skip 8kírö. ' Vínið hefur einnig alltaf haft stóra hlutverki að gegna, þegar nýju skipi er hleypt af stokkunum. Á Bretlands- eyjum var það til dæmis siður að drekka úr sílfurbik- uram „skál“ fyrir framtíð skipsins, þegar það rann í sjóinn og fleygja síðan bikurunum í sjóinn á eftir. En þegar floti Englendinga stækkaði, varð þetta of dýrt gaman, og 1 kringum 1700 fundu menn upp á því að brjóta vínflösku á stefni skipsins, um leið og því var gefið nafn. Allt fram til ársins 1811 var þessi athöfn framkvæmd af konunglegu fólki, en þá var tekin upp sú venja, að láta einhvem kvenmann framkvæma skím- ina. Þessari venju var fylgt nokkurn tíma og gafst vel, þar til dag einn, að ein konan, sem átti að skíra, missti marks, og flaskan flaug fram hjá stefni skipsins og í höfuð eins áhorfandans. Sá, sem flaskan lenti á, varð auðvitað fjúkandi reiður og höfðaði þegar mál gegn flotastjóminni, sem varð síðan að greiða viðkomandi manni álitlega upphæð í bætur. Meinn sáu nú, að þetta gat skeð oftar en einu sinni, og var því ákveðið að hengja flöskuna hér eftir á band. Þessi varúðarregla hefur svo haldizt allt til þessa dags. * Grogg. Þar eð við eram nú að tala um „skálar“ og vín, er ef til vill ekki úr vegi að rifja upp sögu groggsins. Eins og áður er sagt, voru drykkjarvörur hér áður fyrr með- al annarra nauðsynlegra hluta um borð í hverju skipi, sem var úti á hafi í lengri tíma í einu. Vatnið — ef það þá var nokkuð — var venjulega orðið fúlt og gat þá orsakað magaveiki o. fl. Þessi vínskömmtun hafði þó sínar veiku hliðar, því að eins og flestir vita, þá langar menn oft 1 annan, er þeir hafa fengið einn. Því kom það stundum fyrir, aö áhöfnin stal úr víngeymslu skipsins í lestinni og líklega hefur það verið í beinu sambandi við þessa ónáttúru sumra manna, að Veming aðmíráll skipaði svo fyrir árið 1741, að vínið skyldi þynnt með vatni. í Danmörku m. a. fóru þeir að loka brennivínstunn- unum betur og var farið að slá jámslám fyrir sponsin á þeim árið 1743. Allt þetta varð auðvitað sárum harmi valdandi, og í Englandi varð flotastjómin fyrir hörð- run ásökunum af þessum sökum. Verning aðmíráll, sem venjulega gekk undir nafninu „Old Grogg“ gaf þannig áður umtöluðum vökva heiti. Orsökin til auknefnis flota- foringjans var hins vegar sú, að hann gekk alltaf í skikkju úr „Grogram“-efni. Það er ofið úr silki og kamelhári. Orðið „Grogram" er leitt af orðunum „gros-grain“, sem þýðir gróft eða stórgert. í Danmörku er siðurinn að úthluta rommi ekki leng- ur til, nema að litlu leyti og þannig, að sjóliðar fá VÍKINGUR 279

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.