Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 25
Hið ægilega villidýr, sverðkötturinn, var ein þeirra dýrategunda, sem fórust í asfaltsýkjunum í Los Angeles. ryðjast fram hjá og í sömu andrá sat allur hópurinn fastur. Örvingluð barátta hófst, tryllt öskur bárust langt út yfir sléttuna, meðan ærð dýrin sukku dýpra og dýpra í seiga jörðina. Og nú fóru rándýrin að hafa sig á kreik. Stór hópur af úlfum réðist á þá. Mörg hinna gráðugu dýra hlutu sömu örlög og bráð þeirra, hin voru brátt hrakin út í svarta leðjuna af stórum sverðketti, sem kom stökkv- andi mitt á meðal þeirra og þeytti þeim til allra hliða. En einnig þessi óttalegi ræningi varð eftir í valnum, nokkur stór, rauðfext ljón komu í námunda við hann, og enda þótt þau stæðu á kjöteyjum, lentu þau brátt í grimmilegum bardaga um bráðina, og hvert af öðru misstu fótfestuna og soguðust niður í svarta dauða- leðjuna. Og enn réðust úlfar og villihundar á dauða fíiana, unz þeir köfnuðu sjálfir í asfaltinu. Þannig má ráða, af fjölda og afstöðu beinagrind- anna, að þessir hræðilegu atburðir hafi gerzt. Á sama hátt og fílarnir hafa einnig aðrar jurtaætur, svo sem úlfaldar, lamadýr, hestar og antilópur beðið dauðann. Rándýrin, sem eru langflest, hafa hér náð í auðvelda bráð, en orðið að gjalda fyrir með lífu sínu. Ein mannsbeinagrind hefur einnig fundizt, en þar eð hún stafar frá miklu seinni tíma, skiptir hún litlu máli í þessu sambandi. Síðasti eigandi Raucho La Brea, hr. Haucock, sem var gæddur vísindaáhuga, gaf asfaltfenin ásamt um- hverfi borginni Los Angeles, sem síðan lét gera mikla uppgrefti. Beinagrindasafnið af fortíðardýi-um er geymt í Los Angeles, og á ekki sinn líka í veröldinni. Asfaltíenin voru umgirt lágum steinvegg og í Haucock Park í Los Angeles voru settar nákvæmar eftirlík- ingar af merkilegustu dýrunum. J Ó N REPP Hinn 6. okt. 1879 birtist í Þjóðólfi eftirfarandi dán- arfregn (Matth. Jochumsson skáld var þá ritstjóri Þjóðólfs): Jón Repp. — Þetta einfalda en áreiðanlega góð- menni, sem svo oft og lengi gekk á milli góðbúa lands- ins með bréf og boðskap hinna beztu manna, sýnandi sig öllum ávallt „Jón sama“: ljúfan og lítilþægan, dyggan og drottinhollan, vandaðan til orða og verka — hann er nú ekki lengur á lífi; og að vísu á hann eins og aðrir skilið að fá andvani að fylla fáein smá- línubil í blaði Sunnlendinga, til þess að flytja sínum mörgu vinum og vellunnurum sína síðustu kveðju. Jón sál. Repp andaðist að Lambhaga í Leirársveit, og var lík hans flutt til Leirár og þar jarðað að kirkju; var það allgöfugur greftrunarstaður; lá þar fyrir mikið safn merkilegra beina, fyrir því að á Leirá hafa lengi lifað (og dáið) stórir höfðingjar, lög- menn, amtmenn, sýslumenn, stúdentar og stórbændur. Repp var á sextugsaldri, er hann lézt, en hálffertugur fékk hann nafnið Repp; hét hann áður Jón og ekki annað. En er lát hans spurðist í Rvík, kvað einn af vinum hans vísu þessa: Frómur sem Plató, falslaus sem Kató, með öndu ljúfa sem einföld dúfa, flaug á herrans hrepp vor heiðvirði Repp. V í K I N □ U R 2B3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.