Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Side 34
frá Kyrrahafi fyrir sunnan Panama til þess aÖ fá hjálp til fyrirhuyaðrar árásar á Perú. Cortez fékk ágætar viðtökur á Spáni. 1 júlí 1529 gerði keisarinn hann að markgreifa frá Oaxacadal. Jafnframt var honum gefið stórt land í Oaxa, miklar eignir í Mexíkóborg og víðar í dalnum. Alls átti hann um 20 stórar borgir og þorp og 23000 lénsmenn. Ekki vildi keisarinn gera hann að landstjóra aftur, en fól honum herstjórnina og gaf honum nafn- bótina yfirhershöfðingi í Nýja-Spáni. Honum var heimilað að kanna Suðurhafið og veittur réttu'r til að stjórna þeim löndum, sem hann fyndi þar, og tólfti hluti alls, sem hann fyndi, átti að verða hans eign. En þegar Cortez kom áftur til Mexíkó vorið 1530, komst hann að raun um, að það var engan veginn auðvelt að halda rannsóknarferðunum áfram. Nenuz de Guzman, svarinn óvinur hans, var áhrifamesti maður í ráðinu, sem raunveru- lega réð öllu um stjórn landsins. Það var tekið vel á móti Cortezi og hann hylltur, hvar sem hann fór, en honum var gert á allan hátt sem örðugast fyrir að koma fram rannsóknarferð- um. Þrátt fyrir það sendi hann hvern leiðang- urinn á fætur öðrum út á Kyrrahaf. 1527 hafði hann búið þrjú skip og sent frænda sinn, Alvaro de Saavedra, með þau til Mólúkkueyja. Tvö skipin fórust í hafi, en Saa- vedra komst alla leið á skipi sínu. Hann var þannig næstfyrsti maðurinn, sem fór yfir Kyrrahaf, en einum sex árum áður hafði Magellan farið þá leið. Saavedra dó á baka- leiðinni, en menn hans misstu kjarkinn og sneru aftur til Mólúkkueyja. Þar komust þeir í kast við Portúgalsmenn og voru settir í fangelsi. Einungis átta þeirra komust um síðir heim til Spánar. 1532 og 1533 gerði Cortez aftur út leiðangra. Foringi hins fyrra hét Hurtado de Hendoza. Lítill árangur varð af þeirri för, því að Guz- man hélt uppteknum hætti með að gera skipum Cortezar allt það ógagn, er hann mátti. Leið- angurinn 1533 fann Suður-Kaliforníu. Síðan stjórnaði Cortez sjálfur leiðangri 1534—35. Hann sendi f lokk manna landveg norður strönd- ina, en fór sjálfur á skipum. Hann sigldi yfir „Cortezhaf'" (Kaliforníuflóa) og hóf landnám á austurströnd hans. Þeir urðu uppiskroppa með mat og lentu í ofsaveðri hvað eftir annað, en að lokum kom þó Cortez með skip sín inn í höfnina í Santa Cruz, en þaðan höfðu þeir lagt upp. 1539 fór Francisco de Nlloa á þrem skipum Cortezar suður með Lægri-Kaliforníu, fyrir skagann og norður með Kyrrahafsströndinni. Þegar hann var kominn á 28.° norðlægrar breiddar, sendi hann eitt af skipum sínum aftur til Mexíkó með fréttir. Hinum skipunum tveim hélt hann lengra norður með ströndinni, og siðan fara engar sögur af honum. Juan Rodrigues Cabrillo hét sá maður, sem tók við, er Ulloa hafði hætt. Hann var poi’tú- galskur en starfaði fyrir Spánverja. 1542 eða 1543 fór hann á tveim skipum suður fyrir Kali- forníuskaga og norður með ströndinni vestan til. Hann lenti í „San Miguel" (líklega þar, sem nú heitir San Diego) og hélt síðan áfram norð- ur eftir, en varð að snúa aftur sökum harðra vetrarstorma. Vel má vera, að hann hafi komizt norður að San Francisco. Að honum látnum fór leiðsögumaður hans, Bartolome Ferrolo, vetur- inn eftir með skipin norður á bóginn og getur vel hafa komizt norður á 42. eða 43.°. En af Cortezi er það að segja, að hann hélt til Spánar 1540 til þess að leita þar hjálpar og styrks. Hann gerði sér vonir um, að hann gæti bætt sér upp það eignatjón, sem hann hafði orðið fyrir. En þótt honum væri vel fagnað við hirðina, var máli hans dauflega tekið. Eignir hans minnkuðu óðum, hann var fjarri fólki sínu í Mexíkó og hörkulegt skeytingarleysi keis- arans gerði hann beizkan í skapi og kjarklaus- an. Loksins fékk hann boð um, að hann mætti hverfa aftur til Mexíkó. Hann lagði þegar af stað, en í grennd við Sevillu brást honum heilsa og karftur, og þar andaðist hann 1547 á 62. ári. FRANCISCO DE ORELLANA (1511—1546). Varla höfðu Spánverjar unnið Perú, þegar þeir hófu þaðan nýja leiðangra í ýmsar áttir. Conzalo Pizarro, sem komið hafði þangað með bróður sínum og gerzt hjá honum landstjóri í Quitofylki, kom af stað leiðangri, sem var þeirra einna merkilegastur. Hann hafði pínt út úr Indíána nokkrum sögu um auðugt land, sem héti La Canela (Kaniltrjáaland). Þar fyrir austan, hinum megin við Andesfjöllin háu, og lengra burtu væri landið, þar sem E1 Dorado, gyllti maðurinn, ætti heima. Pizarro hugsaði sér að koma á fót stórum leiðangri til þess að leita lönd þessi uppi. Maður, sem Francisco de Orellana hét, bauðst til þessarar farar. Hann var framtakssamur dugnaðarmaður og þó alúðlegur. Hann var frá Estremadura, eins og Pizarro. Það voru óvenju- legir menn, sem þaðan komu. Nálega helm- ingur þeirra landkannaða, sem nokkuð kvað að í löndum Spánverja í Ameríku, voru þaðan ættaðir. Það var undravert, hvað þeir gátu á VÍKINGUR 292

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.