Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 36
Carvajaly gizkar á, að þeir hafi farið 110 til 150 kílómetra á dag og komizt um 1200 kíló- metra fyrstu níu dagana. Blessaður presturinn kann nú að hafa ýkt vegalengdirnar eitthvað, eins og næstum öllum ferðamönnum, sem fara um ókunn héruð hættir við að gera. En þó gert sé ráð fyrir ýkjum, þá ferðuðust þeir bæði hratt og langt. Ástæðan til þess, að þeir reyndu ekki fyrr að snúa við, var sú, að þeir fóru um óbyggt land og fengu engar vistir til þess að færa meginliðinu. Sjálfir bjuggu þeir við hungur. Þeir átu leðurbeltin utan af sér og jafnvel sól- ana undan skónum sínum. Seinna skreiddust þeir á hnjám og höndum inn í skóginn, því að þeir voru of máttlausir til þess að ganga, og hrömmsuðu eitthvað af matvælum, en sumt af þeim reyndist eitrað. Þeir hefðu aldrei komizt til manna, ef ekki hefði notið við þolgæðis munksins og örvandi stjórnar Orellana. Seint um síðir komu þeir að Indíánaþorpi. Þótt þeir væru miklu liðfærri og hefðu ekki önnur vopn en þrjár haglabyssur og nokkra lásboga, réðust þeir á þorpið og öfluðu sér þar matar eftir nokkurra daga algert hungur. Þeir voru nú komnir svo langt frá meginliðinu, að það var öldungis ómögulegt að koma klunna- legri skútunni upp eftir á móti straumnum, og þótt þeir hefðu haft barkarbáta, hefðu þeir ekki geta flutt á þeim svo miklar vistir, að komið hefði félögum þeirra að nokkru gagni. Orellana gerði sitt ýtrasta til þess að koma orðsendingu til Pizarro. Þegar hann þóttist sjá, að engin leið væri til þess, beindi hann öllum huga sínum að því að bjarga flokknum, sem honum hafði verið trúað fyrir. Hann getur varla hafa rennt grun í, hvílíkt óhemju verk- efni beið hans, en hann hafði vit á að halda áfram niður ána. En til þess þurftu þeir nýtt skip, og í þessu þorpi, Litlu-Aparíu, smíðuðu þeir 2000 nagla, áður en sulturinn neyddi þá til að fara þaðan. 1 öðru þorpi neðar við ána, Stóru-Aparíu, smíð- uðu þeir sér skútu, betri en hina fyrri. Þeir héldu nú ferðinni áfram á tveim skip- um. Vika leið eftir viku. Á nokkrum stöðum hittu þeir vinveitta Indína fyrir, en miklu víðar tóku þeir þeim fjandsamlega. Stundum létu þeir strauminn bera sig áfram dögum saman hálfsoltna. Þegar þeir fengu ekki þolað hungrið lengur, réðust þeir á eitthvert þorp, þótt við liðsmun væri að etja, hröktu íbúana burtu og öfluðu sér vista. Faðir Carvajal lýsir ferðinni með lífi og fjöri og segir ekki einungis frá ævintýrum þeirra og mannraunum, heldur einnig frá landslagi, svo sem við mynni Þrenn- ingarár (Jurna) og Svartár (Rio Negro), er Óreliana nefndi svo, af því að dökkleitt vatnið úr henni rann langar leiðir án þess að blandast saman við vatnið í Amazon, sem er Ijósara. Carvajal tekur einnig eftir lifnaðarháttum Indí- ána á ýmsum stöðum. Þegar neðar kom með ánni, varð þar ærið þéttbýlt, svo að víða sáu þeir byggð Indíána ná samfleytt yfir 10 til 12 kílómetra á bakk- anum. Stundum eltu stprir flotar af barkar- bátum skip Spánverjanna, sem fóru undan allt hvað af tók. I einu þorpi hittu þeir konur, sem börðust við þá. Þeir kalla þessar konur ama- z'ónur eða slcjaldmeyjar, þegar þeir minnast á þær, og af því er heiti árinnar dregið. Einhverju sinni, er Indíánar réðust á ferða- laganna, varð faðir Carvajal fyrir örvarskoti í augað. Hefði hann fengið slíkt skot nokkrum dögum síðar, hefði það orðið honum að bana, því að þá voru þeir komnir í héruð, þar sem Indíánar notuðu eiturörvar. Tveir Spánverjar dóu af slíkum sárum. Einn dag urðu þeir þess varir, að vatnið hækkaði og lækkaði í ánni á víxl, og töldu þeir, að það stafaði af sjávarföllum. Þóttust þeir nú vera komnir senn á leiðarenda. En svo risa- vaxið er fljótið, að enn áttu þeir eftir um 500 kílómetra leið þar til komið væri út úr ósnum. Þeir hröktu Indíána burt af eyjum, sem voru nálægt ármynninu, og drógu skip sín á þurrt til viðgerðar. Enn urðu þeir að nota það, sem hendi var næst. Vafningsvið notuðu þeir í reiða og skáru ábreiður í segl. Þegar þeir höfðu lokið við að dytta að skipunum, lögðu þeir þeim, þótt veikbyggð væru, út á opið haf, leiðsögumanns- lausir, kortlausir og áttavitalausir. Þeir áttu langa og hættulega glímu við sjávarföllin, sem eru ákaflega öflug og öldustór í árósunum og komust að lokum út á opið haf 26. ágúst 1542. Þeir sigldu frá Amazónmynni meðfram norð- austurströndinni á Suður-Ameríku. Á leiðinni hröktust skipin hvort frá öðru í ofviðri, og fór annað þeirra af misgáningi inn í Paríaflóa og átti mjög erfitt að komast þaðan aftur á móti sjávarstraumnum. En þó komu skipin bæði um síðir til nýlendu Spánverja á eyjunni Cubagua. Sagnaritarinn Oviedo, sem skrifað hefur frá- sagnir um alla ævintýramennina í Nýja heim- inum, átti tal við Orellana og sendi bréf til Spánar, þar sem hann segir, að ferðin niður ána hafi verið „einhver sá mesti viðburður, er nokkur maður hafi lifað“. Fjórar aldir eru liðnar síðan þetta var, og enn geta menn haft lífsuppeldi sitt af að skrifa um örðugleikana og ánægjuna við að ferðast á Amazón, en engin ástæða virðist til þess að vera á öðru máli en Oviedo. 294 VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.