Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 40
í KLÆÐUM KONUNGSINS Það glumdi í trumbum og hvein í hornum, og inn í háreysti hljóðfæranna blandaðist söngur úr ungum, en dálítið hásum hálsum. Niður eftir götunni kom liðsforingi, sem bar silkipung á langri stöng. í honum voru silfurdalir og gullpeningar, á eftir komu trumbu- slagarinn og lúðurþeytarinn og síðan fylgdu nokkrir dátar í skrautlegum einkennisbúningum: rauðum jökk- um, gulum skinnbuxum, gljáandi kragastígvélum; með uppbretta hatta og skreyttir silfur- og gullútsaumi. Þessir dátar báru byssur með áfestum stingjum um öxl, og á byssustingina voru rekin stór stykki af hvítu brauði eða steik, eða vínflöskur hengdar. Aftasta hluta skrúðgöngunnar mynduðu svo fátækir unglingar göt- unnar, oftast illa klæddir, og þeir störðu gráðugum augum á eftir brauðinu, steikinni og víninu, og lögðu eyrun við, þegar foringinn sveiflaði stönginni, svo glamraði í peningunum, og það lét sem hljómfagur og lokkandi söngur í eyrum hinna fátæku. f öllum gluggum var fullt af andlitum, unglingarnir tóku undir sönginn, það var glaumur og gleði í hverfinu. Það voru liðsmalar þonungsins, sem voru á ferðinnb Á 17. og 18. öld var engin almenn herskylda. í flestum löndum var það þannig, að landeigendurnir höfðu rétt til að taka svo og svo marga af leigulið- unum og senda þá til að gegna herþjónustu í borg- unum, annaðhvort upp í iandskuldina, eða fyrir borg- un. en unglingar borganna voru ekki skyldugir til að gerast hermenn. En nú voru það einmitt þeir, sem niest var sótzt eftir að fá í klæði konungsins, sumpart vegna þess, að þeir voru röskari og greindari, og sum- part vegna þess, að ætíð skorti iðnaðarsveina. Það var alltaf nokkuð af ungum mönnum frá 16 til 30 ára, sem flæktust um borgirnar í algeru reiðileysi, og þegar þeir sáu liðsmala arka eftir götunum, fóru þeir ósjálfrátt að gera samanburð. Þarna var brauð og steik og vín, en sjálfur fékk maður ekki annað en þurrt brauð og kál, þarna voru peningar, en sjálfur átti maður ekki eyri í vasanum. Og svo samanburðurinn á glæsilegum einkennisbúningnum og eigin görmum! Þarna voru dýrindis krásir — auk skrautklæða og gullpeninga í vasann, og allt þetta var hægt að öðlast með því að gerast dáti! Þetta var agn, sem lokkaði alla út á torgið, þangað sem liðsmalarnir héldu nú, og inn í krána, þar sem liðsmalaforinginn opnaði bók sína og hrópaði dynjandi röddu: „í nafni vors heitt elskaða konungs-------“. Hver liðsmalaforingi hafði ætíð nokkra menn í sinni þjónustu, sem áttu að hjálpa honum til að ná í unga menn, og gjaldinu, sem hann fékk fyrir hvern liðs- mann, skipti hann svo milli sín og hjálparmannsins. Þó freistingin væri mikil fyrir ungu mennina, voru ætíð nokkrir, sem hurfu á brott þegar á átti að herða. Þeir höfðu heyrt um járnharðan aga, grimmilegar refsingar og hættur stríðsins. Það voru ekki eintóm skrautklæði, peningar og krásir. En með því nú að iiðsmalinn átti að útvega vissa tölu í viku hverri, fór hann eins oft að með brögðum eða ofbeldi, eins og með góðu. Það var bara um að gera að ginna unga manninn til að taka við peningum með einhverju móti, þá var hann kominn í herþjónustu. Menn þyrpt- ust að kránni, þar sem liðsforinginn sat inni, for- vitinn unglingur gægðist inn um hálfopnar dyrnar — og í sömu andrá var ýtt á hann, svo hann hrasaði alveg inn. Hann var gripinn af mörgum höndum, hattur settur á höfuð honum og honum var boðið glas af víni. „Drekktu konunginum til heilla!“ var sagt. Það var móðgun gegn konunginum að segja nei, og ungi maður- inn drakk í botn. Á botni glassins lá „festarpening- urinn“. Hann var nú orðinn hermaður og öll hans mótmæli tilgangslaus. Það voru næg vitni að bví, að hann hefði tekið á móti bæði glasi og pening. f göml- um annál segir maður einn frá því, hvernig hann varð hermaður. Frásögn hans bregður upp mynd af lið- smöluninni, og hvernig' mönnum var komið í klæði kóngsins. „Ég var ráðinn af liðsmalaforingja til að útvega hermenn, og ég átti að fá visst gjald fyrir hvern, en ég varð að ná í fimm á dag. Einn dag hafði mér ekki tekizt að ráða nema fjóra, og ég sagði liðsfor- ingjanum, að mér þætti það leitt. „Kærðu þig ekki um það, vinur minn“, svaraði liðsfoi'inginn. „Hjálpaðu mér nú að koma þessum fjórum nýliðum til hnrbúð- anna, svo borðum við miðdegisverð saman og ég borga þér þína peninga". Við borðuðum svo miðdegisverð, og fengum nóg vín með. Síðan gengum við okkur til skemmtunar, og þar á eftir borðuðum við kvöldverð saman með enn meira víni. Við drukkum svo mikið, að ég man ekki hvað gerðist, en þegar ég vaknaði um morguninn, hafði ég hræðilegan höfuðverk. Ég tók nú eftir því, að ég lá í herbúðahesthúsi og var bund- inn á höndum og fótum. Ég æpti og hrópaði á hjálp, og svo kom liðsforinginn minn og sagði, að nú væri talan fyllt, ég væri sjálfur sá fimmti. Ég var líka orðinn nýliði. Ég mótmælti, en það stoðaði ekkert, því ég fann, að ég hafði festardalina í vasanum". Almenningsálitið var þannig á þessum tímum, að þetta ástand vakti ekki verulega hneykslun. Konung- urinn varð að fá hermenn, og þá varð að útvega eins 29B VÍKI N B U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.