Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 43
Morgunn á hafinu. héruðunum við Natal, þar sem fyrst varð vart við hana. Kæmist hún 400 km. ennþá, næði hún til hins vatnaríka hálendis. Þá voru litlar líkur til að hægt væri að stemma stigu fyrir henni, og þaðan gat hún svo auðveldlega breiðzt út, ekki aðeins yfir alla Suður- Ameríku, heldur og einnig Mið- og Norður-Ameríku. Þessi staðreynd, sem vísindamennirnir bentu á, sam- tímis því að nýr, faraldur brauzt út, vakti loks stjórn Brasilíu til dáða. Viðræður voru hafnar við „Rockefeller Foundation" í New York, með þeim árangri, að „Alheimsheilbrigðis- deild Rockefeller-stofnunarinnar" í samstarfi við stjórn Brasilíu setti á laggirnar starfsemi „Malaria service of the Northeast". Þessi stofnun hóf starf sitt í janúar 1939. Og nú kom loks skriður á málið. Stórkostleg herferð var hafin undir stjórn vísinda- manna. Ráðnir voru 3500 menn, sem meðal annars var falið að rannsaka og sótthreinsa öll farartæki, þ. á. m. flugvélar og skip, sem komu frá þeim landshlutum, er vitað var að flugan var. Yfir 6.5 millj, kinin og Ate- brin pillum var deilt út meðal fólksins á sýktu svæð- unum. 11 millj. sýnishorn af vatni voru athuguð og leitað að lirfum í þeim. 104 millj. vatnsból, pollar og vötn voru menguð lirfudrepandi efni, þar á meðal 201.292 tonn af „Parísargrænu", 720.906 lítrar af flugueitri fóru í að sótthreinsa hús, skip o. fl. Eitt árið, 1940, voru rannsakaðar 972.248 fullorðnar moskitoflugur og 7.036.731 moskitolirfur. Kostnaður- inn við allar þessar aðgerðir og ráðstafanir varð 2.139.570.27 dollarar! Árangurinn af fyrstu 6 mánuðum herferðarinnar var ekki örvandi, en eftir aðra 6 mán. gátu forráða- menn starfseminnar tilkynnt fyrsta héraðið algerlega hreinsað af Anopheles gambiæ, og brátt var hvert héraðið og landshlutinn lýstur hreinsaður af gambiæ. Loks í janúar 1941, eða tveim árum eftir að her- ferðin hófst gegn þessum fjöldamorðingjum, gátu hinir óþreytandi vísindamenn iýst yfir því, að Anopheles gambiæ væri algerlega útrýmt í Brasiliu! Menn þessir tóku þó fram, að þetta þýddi ekki að nú væri öllum áhyggjum lokið. Nei, bað mátti alltaf búast við slíkri árás frá Afríku og slíkar innrásir varð að kæfa i fæð- ingunni. Til slíkra árása hefur iíka oft komið síðan 1941. Iðulega hefur orðið vart við lirfuna í flugvélum frá Afríku, en henni liefur ávallt verið útrýmt áður en illt hlauzt af. Allt þetta skeði á meðan heimsstyrjöldin geisaði, og ekkert barst út um þetta til Evrópu, fyrr en eftir strið, eða 1946, þegar bókin „Anopheles gambiæ in Brazil“, eftir vísindamennina Fred L. Soper og D. Biuce Wilson, kom út. Bók þessi á erindi til allra landa með vaxandi flugsamgöngur við umheiminn. Hún á einnig erindi til yfirvaldanna. Því hvað hefði ekki sparast af þjáningum, mannslífum og verðmæti, ef viðkomandi yfirvöld í Natal í Brazilíu hefðu ekki verið of tillitssöm við örfáa landeigendur, eða of hrædd um vinsældir sínar meðal skattborgaranna? — Þessir ólánsmenn orsöku dauða tugþúsunda landa sinna. Þýtt: M. Jensson. VIKINGUR □ m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.