Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Qupperneq 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Qupperneq 49
GRIMUR ÞORKELSSON: um veðrið - - Þáttur Loftslag. — Veður. Þegar talað er um loftslag, þá er átt við veðráttuna í heild á tilteknu svæði, eins og hún hefur reynst vera á löngu tímabili. Veðrið getur verið milt einn og einn dag. Það sannar ekkert um loftslagið, sem vel getur verið kalt fyrir því, ef kalt er í veðri meiri hluta ársins ár eftir ár og öld eftir öld. Þegar talað er um veður, þá er átt við ástand loftsins eins og það var, er, eða mun verða miðað við stund og stað. Til þess að vita um, hvernig veðrið er, þarf maður annað hvort að kynnast því í eigin persónu eða fá góða lýsingu af helztu þáttum þess. Það er ekki nóg fyrir sveitabónda að fá að vita eitthvað óákveðið um veðrið, ef hann ætlar að breiða hey. Hann þarf að fá að vita, hvort það verður þerrir eða ekki. Jafnvel það er ekki nóg, því þerririnn getur orðið of mikill, ef honum fylgir rok. Slíkan þerri getur hann ekki notfært sér. Fiskimaður þarf að fara á sjó og veiða síld í reknet. Ef hann þarf að leggja net sín úti á opnu hafi, þá nægja ekki upplýsingar um veðurhæðina eina saman, vind- átt verður að fylgja með, því það getur oltið á vindáttinni, hvort hægt verður að fara á sjó- inn. Til þess að vita um veðrið, þarf vitneskju um helztu einkenni loftsins, svo sem hitastig, loftþyngd, skyggni, vindátt, vindhraða, úrkomu og skýjafar. Loftslagið og menningin. Loftslagið hefur úrslitaþýðingu fyrir dýralíf og jurtagróður. Hvorki dýr né jurtir þrífast vel í of heitu eða of köldu loftslagi. Á bruna- söndum og jökulbreiðum getur fjölskrúðugt dýra- og fuglalíf ekki dafnað. Þetta hvortveggja þarf vætu, ljós og hita í hæfilegum skömmtum. LoftSlagið hefur líka mikil áhrif á allar at- hafnir manna. I of heitu loftslagi verða menn latir, áhugalausir og værukærir, og hættir til að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Loftslagið þarf að vera temprað til þess að mannsandinn fái notið sín sem bezt. Island liggur fast norður við heimskautsbaug. Það er á takmörkum hins byggilega heims með tilliti til nútírna menningarlífs. Til þess að dragast ekki aftur úr þeim þjóðum, sem betur eru settar á hnettinum og búa við hagstæðari veðurskil- yrði, verða íslendingar að vera betur á verði en þær. Þola meira vos og volk. Vinna meira, sýna meiri fyrirhyggju og framtak og vera betur samtaka. Það, sem gerir hlut Islands þó allt annan og betri en hann annars myndi vera, eru hin auðugu fiskimið og Golfstraumurinn góði, sem mildar loftslagið til stórra muna og jafngildir því að landið lægi talsvert sunnar á hnettinum. Varla þarf að óttast um að Golf- straumurinn hætti að verma landið og gera það vel byggilegt fyrir sitt leyti. Um fiskigöngurnar er sama að segja, meðan loftslag helzt óbreytt, en öllu má þó ofgera, og þar þarf að láta til skarar skríða um nægilegar verndunarráðstafanir. Algengt umræðuefni. Þar sem íslendingar eiga jafnmikið undir veðráttunni og raun ber vitni, með atvinnu sína, afkomu og lífsöryggi, þá leiðir það af sjálfu sér, að veðrið er jafnan ofarlega í hugum manna og þess vegna er það algengt umræðu- efni. Þegar tveir menn eða fleiri hittast á förn- um vegi, leiðist talið venjulega að veðrinu. Slíkum umræðum geta allir tekið þátt í, því allir vita mikið um veðrið. Veðurbreytingar. Veðrið er sífelldum breytingum undirorpið, eins og flest annað í heimi hér. Segja má, að ekkert standi á stöðugu í sambandi við veðrið stundinni lengur, nema þá helzt breytileiki þess. Á það ekki sízt við hér á íslandi, þar sem ríkir óstöðugt eyjaloftslag. Undirrót og frumorsök allra veðrabrigða er sólin, sem hitar yfirborð jarðar mismikið og kemur við það loftstraum- um af stað. Miðbik jarðar nýtur meiri upp- hitunar frá sólinni en heimskautasvæðin. Þar, sem hitinn er meiri, verður uppgufunin meiri, vatn verður að gufu, sem stígur upp til hæða, VIKINGUR 3D7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.