Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Page 50
Fyrir fullum seglum. heitur loftstraumur myndast. Eftir því sem norðar og sunnar dregur á hnettinum, skín sólin meira á ská niður á yfirborð láðs og lagar. Hitamagn sólar dreifist á stærra svæði. Upphitunin verður minni þar. Uppgufun verður minni. Loftið verður kaldara. Hæðir og lægðir myndast til og frá á hnettinum. Vindar fara að blása. Til viðbótar þessu eru svo fjölda- margar hjálparstærðir, sem skapa hið marg- breytilega veðurfar. Ský. „Sortnar þú ský suðrinu í og síga brúnir lætur“, segir skáldið. Þetta er sannmæli. Óveð- ursskýin, sem myndast á himninum, eru stund- um allþungbúin. Á það ekki sízt við um þrumu- skýin, sem eru hlaðin rafmagni og geta lostið menn til bana. Flest ský svífa um í loftinu mis- jafnlega langt frá jörðu, þar til þau missa svif- hæfni sína, leysast upp og falla til jarðar sem úrkoma. Ekki eru þó öll ský laus við jörðina. Þegar þoka er, þá er þar um ský að ræða, sem liggur þétt niður við yfirborð jarðar. Hinn ill- ræmdi skýstrokkur (Tornado) snertir líka yfir- borð jarðar. Þetta er stormsveipur, eins og strokkmyndað ský að lögun. Fyrirbrigðið er hálf míla á breidd og þyrlast áfram með um 25—30 mílna hraða á klukkustund. Yfirferðar- hraði skýstrokksins er þó aðeins smámunir og lítið brot af því, sem á gengur í iðrum ófreskj- unnar. Þar þyrlast vindurinn með þeim ofsa, að ótrúlegt er. Er talið að hraðinn innan í ský- strokknum geti jafnvel komizt allt upp í 300 mílur á klukkustund. Þetta er því hið skæðasta fyrirbrigði óveðurs, sem um getur. Slík undur og stórmerki fær yfirleitt ekkert staðizt, hvorki dautt né lifandi. Stórtré þverkubbast eða rifna upp með rótum, en mannvirki jafnast við jörðu. Grímur Þorkelsson. 3DB V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.