Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 53
Göngur síldarinnar milli Noregs og Islands, samkvæmt endurheimtum á merktri síld. Allar síldarnar, sem gengi'ö hafa til Noregs frá íslandi, nema ein, veiddust síðastliðið vor (1950). Athyglisvert er það, að aðeins ein síld, merkt við Noreg, hefur fengist við fsland. Kann það að st.anda í sambandi við dræmar göngur stofs- ins til Norðurlands þrjú s. I. sumur. Migraiions of Hemngs í.eiween Norway and lceland tímabilið frá 1940—1949, að báðum þeim árum meðtöldum. Þessu tímabili má greinilega skipta í tvennt, og verður þá annars vegar árabilið 1940—1944, þegar íslendingar voru einir um hituna og hlutfallslega lítið var sótt á miðin, hins vegar árin 1945—1949, þegar sókn íslend- inga færist í aukana_, útlendingar koma til sög- unnar og aflamagn minnkar stórum, bæði sem heild, og eins og það er, miðað við fyrirhöfn. Á fyrra tímabilinu er meðalskipafjöldinn við Norðurland 144 árlega, en á því síðara eru skipin 413, og eru þá aðeins talin Norðurlanda- skipin, en ekki þýzk eða rússnesk veiðiskip. ís- lenzku síldveiðiskipin stækka úr 60 smál. upp í 72 smál. að meðaltali og verksmiðjukosturinn eykst um helming. Samfara þessu minnkar svo heildarveiðin úr 1.912.000 hl., eins og hún var á fyrra árabilinu, niður í 1.078.000, eins og hún var að meðaltali á hinu síðara, en meðalveiði á nót minnkar jafnhliða úr 15.000 hl. niður í 4.000 hl. Með öðrum orðum: Um leið og skipa- fjöldinn, sem tekur þátt í veiðunum, vex úr 100—200 skipum upp í 500—600 skip á ári, eoa um 185% og stærð íslenzku skipanna eykst um 20%, minnkar heilarveiðin við Norðurland um nærri 44%, og afköst íslenzku skipanna, það er að segja meðalveiði á hverja nót, minnk- ar um meira en þrjá fjórðu hluta, eða um 77%. Nú er von að margur mundi spyrja: Er hér að ræða um óvenjuleg straumhvörf, eða jafn- vel einstætt fyrirbrigði og hvort sem svo er eða ekki, hvað er þá hægt að segja um eðli og orsök þessara breytinga? Þessum spurning- um skal nú leitast við að svara. V í K I N G U R 311

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.