Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Side 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Side 55
Minningarorð: Hinn 13. október síðastliðinn var til moldar borinn í Fossvogskirkjugarði í Iteykjavik Elís Þórðarson frá Búðum í Fáskrúðsfirði. Hann var fæddur í Stöðvar- firði 24. júlí 1904. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Árnason og Sigurbjörg Sigurðardóttir, sem þar bjuggu um tíma, en fluttust síðan að Búðum í Fáskrúðsfirði, og þar ólst Elís sálugi upp. Elís byrjaði snemma að stunda sjómennsku, fyrst með föður sínum á árabátum, eins og þá var venja, en síðan á stærri bátum, unz hann gerðist formaður á þeim, og þá lengst af á útvegi tengdaföður síns, Marteins Þorsteinssonar kaupmanns. Lengst var hann formaður á m.s. „Síldin", 15 smálesta bát, eða 14 ár, og farnaðist ágætlega. Var með afbrigðum góður stjóm- ari og heppinn að fiska, og til merkis um vinsældir hans má nefna það, að hann mun hafa haft sömu mennina með sér lengst af þeim tíma. Síðan var hann með m.b. „Minnie“ fyrir samnefnt hlutafélag hér á staðnum. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að vera með Elíasi sáluga nokkrar síldarvertíðir, og sömu- leiðis vann ég við bát hans í landi, bæði hér heima og annarsstaðar, og hygg ég, að betri mann hafi unglingar ekki haft yfir sér við vinnu. í allri umgengni var Elís sál. hið mesta prúðmenni, jafnt við háa sem lága, og sjaldgæft að heyra styggðaryrði af vörum hans, enda vinsæll með afbrigðum. Til heimilislífs hans þekkti ég ekki gerla, en ég hygg, að það hafi verið með ágætum. Árið 1946 hætti Elís sálugi sjómennsku og fluttist með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og stundaði þar smíðar upp frá því, því hanri var prýðilega verkfær á því sviði, þó ólærður væri. Við, sem kynntumst Ella Þórðar, eins og hann var jafnan kallaður, munum ávallt minnast hans, er við heyrum góðs manns getið. innar sé eigi af íslenzku, heldur af erlendu bergi brotinn, tilorðinn við strendur Noregs, þar sem stórsíldin og vorsíldin veiðast á vorin, og í fjörðum og flóum Noregs alizt hún upp þangað til hún leggst til hafs síðar. Eftir hrygn- inguna við Noreg færist svo síldin norður með ströndinni með straumnum, þaðan til vesturs um Jan Mayen-svæðið, en þaðan aftur til suð- urs, alla leið upp að norðurströnd íslands. Þeg- ar þangað er komið, berst hún austur fyrir land með Golfstraumnum, þaðan suður og aust- ur í haf, en gengur svo upp að Norgesströndum næsta vor, til þess að hrygna. Mér vinnst ekki tóm til þess að rekja þá röksemdafærslu, sem að baki liggur þessum skoðunum, né að telja það fram, sem þeim hefur verið fundið til foráttu. Við mundum áreiðanlega ennþá standa á vangaveltustigi í þessum málum og hvort sjónarmiðið mundi rísa gegn öðru, án þess að beinum sönnunum yrði komið við, ef ekki hefði tekizt svo giftu- Elís Þórdarson. Þess vegna þótti mér vel við eigandi að biðja Sjómanna- blaðið Víking fyrir þessar fátæklegu línur um hann, ásamt mynd af honum, því sjómannsstarfið mun hafa verið sterkasti þátturinn í skapgerð hans. Á síðastliðnu sumri fór Elís sál. að kenna sjúkdóms þess, er síðar varð honum að bana, og lá hann þungt haldinn síðustu vikurnar og rænulaus með öllu síðustu dagana fyrir andlátið. Elís var kvæntur Jónu Marteinsdóttur, kaupmanns, Þorsteinssonar, sem áður er getið, og eignuðust þau fjóra syni, Má og Þór, sem nú eru uppkomnir, Sig- urð, sem enn er barn að aldri, og einn son misstu þau ungan. Að endingu vottum við sveitungar hans eftirlifandi eiginkonu hans og sonum, ellihrumri móður og syst- kinum fyllstu samúð okkar. Sveitungi. samlega til að byrjað var að merkja síld við- Noreg og Island árið 1948. Hér vinnst ekki heldur tími til þess að gera grein fyrir merkingunum né aðferðum þeim, sem við þær var beitt, heldur verður að stikla á því allra stærsta um þær sjálfar og árangur þeirra. Á árunum 1948—1950 hafa að öllu sam- anlögðu verið merktar nær því 44.000 síldar, bæði við Island og Noreg. Af þeim hafa nú endurveiðst 160. Það markverðasta, sem merk- ingarnar hafa fram að þessu sýnt, er tvímæla- laust það, að norsk síld gengur til miðanna við Norðurland og að Norðurlandssíldin gengur á hrygningastöðvarnar við Noreg. Síðastliðinn vetur komu ellefu Norðurlandssíldar fram við Noreg, og það er eftirtektarvert, að endur- heimtur þessar voru frá öllum merkingarstöðv- unum við Norðurland, nema einni, og að merkta síldin kom fram á öllu síldveiðasvæðinu við Noreg, frá Álasundi í norðri til Egersunds í suðri. Framh. V í K I N G U R 313

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.