Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Page 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Page 57
— Halló, Bill, hvernig gengur það í nýju atvinnunni þír/ni í búðinni? •—• Ég var rekinn. •—• Rekinn, hvers vegna? — Ég tók miða af kvenkjól og setti hann á bað- ker. — En hvers vegna varstu rekinn fyrir það? — Jú, sérðu til. Á miðanum stóð: „Hvernig myndi þér líka að sjá beztu vinstúlku þína í þessu fyrir 250 krónur?" ★ Veiðimaður einn í Afríku rakst einu sinni á fílsunga úti í skógi. Unginn' var draghaltur og veiðimaðurinn sá að stór þyrnir hafði stungist upp í löppina á honum. Hann lyfti upp löppinni á fílnum og dró út þyrniflís- ina með mestu varkárni. Nokkrum árum seinna var veiðimaður þessi staddur í dýrasýningarhúsi og sat þar í almennum sætum. Var þá komið með fíl inn á leiksviðið, sem veiðimanninum fannst hann kannast við og þóttist þar þekkja fílinn. sem hann hafði hitt úti í frumskógum Afríku með flisina í fætinum, og hann sannfærðist um þetta þegar fíllinn gekk til hans, brá um hann rananum og lyfti honum upp í beztu sæti. 'k Skotinn hafði verið á ferðalagi í París. Þegar hann kom heim, skýrði hann konu sinni nákvæmlega frá því, hvað hann hefði eytt miklu í þessari gleðinnar borg, en þrátt fyrir nákvæma íhugun gat hann ómögu- lega munað, hvernig hann hafði eytt 17 aurum. — Jæja, karlinn, sagði frúin hálvond, — svo þú hefur þú haft framhjá. ★ Ungur Skoti fór eitt kvöld út með stúlku sinni. Þegar hann kom heim aftur, beið faðir hans eftir honum nokkuð áhyggjufullur að sjá og sagði: — Varstu með stúlkunni þinni í kvöld? Sonurinn: — Já, pabbi, en því ertu svona áhyggju- fullur? Faðirinn: — Ég var bara að hugsa um, hvað það hafi kostað mikið. Sonurinn: — Bara 2 krónur. Faðirinn: — Jæja, það var ekki svo mikið. Sonurinn: — Nei, það var allt, sem hún átti. Skoti var í háarifrildi við vagnstjórann út af far- gjaldinu. Loks verður vagnstjórinn svo reiður, að hann grípur handtösku Skotans og hendir henni í skurðinn. Þá hrópar Skotinn: — Ekki nægir yður að félfletta mig, heldur ætlið þér einnig að drekkja honum syni mínum. Prófasturinn: — Manst þú, Lárus minn, hvað Nói gerði, þegar Orkin va/r orðin landföst á fjallinu Ara/rat? Lárus gamli skipstjóri: — Hann hefur sjálfsagt orðið að taka saman einhverja skýrslu um strandið. ★ Tveir Skotar talast við í síma: — Ertu upptekinn í kvöld, Mac? — Nei, Donald. — En annað kvöld? — Nei, ekki heldur. — En á föstudagskvöldið? — Já, þá hef ég eftirvinnu. — Það var leiðinlegt, því að annars ætlaði ég að bjóða þér til kvöldverðar á föstudagskvöldið! ★ Skoti kom í búð og keypti skjalatösku. — Viljið þér láta pakka töskunni inn? spurði búðar- maðurinn. — Nei, það er óþarfi, en þér getið látið pappírinn og seglgarnið ofan í töskuna, sagði Skotinn. ★ Tveir Skotar, sem voru á skemmtiferð í Suður- Ameríku, voru svo óheppnir að lenda í hraðlest, sem ræningjar réðust á. Þegar ræningjarnir komu að Skot- unum, tók annar þeirra upp 100 punda seðil, rétti hin- um og sagði: — Kærar þakkir fyrir lánið, Mac Intosh. ★ Síminn hringir. „Halló“, segir forstjórinn. „Ég átti að skila frá konunni minni, að hann Fúsi væri veikur“. „Heldurðu, að ég heyri ekki að þetta ert þú, Fúsi minn?“ „Nei, það er helvítis lygi. Það er ekki ég“. VÍKINGUR 315

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.