Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 60
♦ Sœku? + Landssamband íslenzkra útvegsmanna gaf út í sumar merkisrit um landhelgi íslands, eftir hinn ötula og áhugasama baráttumann fyrir stækkaðri landhelgi og stórbættum landhelgisvörnum, Júiíus Havsteen, sýslu- mann á Húsavík. Rit þetta, sem er 128 bls. að stærð, hefur að geyma allmargar ritgerðir um landhelgis- mál, hina elztu ritaða 1918, næstu frá 1930, en hinar allar frá síðustu 4—5 árum. f ritgerðum þessum eru færð fjöimörg rök að rétti okkar á stækkun land- helginnar og nauðsyn þess, að hún sé varin með oddi og egg. Bókin hefur að geyma margvíslega fræðslu um þessi efni, bæði frá sögulegu, lagalegu og siðferði- legu sjónarmiði skoðað. — Rúmið leyfir ekki langa frásögn af efni þessa merka bæklings í þetta sinn, en væntanlega verður nánar vikið að landhelgismálum héi' í blaðinu eftir áramótin. ★ Eins og löngum áður á þessum tíma árs, hafa bóka- útgefendur sent frá sér margt bóka undanfarnar vikur. Ekki hefur nema lítill hluti þess flóðs borizt á fjörur Víkingsins, en þó meira en svo, að ennþá hafi gefizt tími til að lesa bækurnar allar. Bæði af þeim sökum og eir.nig rúmsins vegna er þess enginn kostur, að ritdæma þær hér í blaðinu, en þó skal hinna merkari stuttlega getið. | ★ Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur fyrir nokkru sent frá sér ársbækur sínar. Eru þær fimm að tölu, og mega það heita einstæð bóka- kaup hér á landi nú, þar eð árgjaldið er aðeins 36 kr. Félagsbækur í ár eru þessar: Svíþjóð eftir Jón Magnús- son fréttastjóra. Er þetta greinargott og handhægt yfirlitsrit um Svíþjóð, sögu, menningu, atvinnuhætti, landslag o. fl. Bók þessi er annað bindið í bókaflokknum „Lönd og lýðir“. Virðist þetta rit mjög skipulega samið og hafa að geyma mikinn fróðleik. Ævintýri Piclcwicks, hin heimsfræga gamansaga Dickens, er hér gefin út í styttri útgáfu. Bogi Óiafsson íslenzkaði. Bogi segir að bókarlokum, að tvennt hafi háð sér við þýðingu bókarinnar: „í fyrsta lagi skil ég ekki ensku nógu vel, og hitt er annað, að ég er ekki nógu vel að mér í ís- lenzku máli“. Hvað mættu þá flestir aðrir þýðendur segja? En hvað sem þessum orðum líður, þá mun hitt sönnu næst, að þýðingin sé ágæt. Er ekki að efa, að íslenzkir lesendur munu taka þessari bráðskemmtilegu sögu tveim höndum. Ljóð og sögur eftir Jón Thorodd- sen, með efnismiklum formála eftir Steingrím J. Þor- steinsson háskólakennara, er níunda bókin í flokknum „íslenzk úrvalsrit". Er nafn Steingríms trygging þess, að vel og smekklega sé valið, enda er hann nákunnug- astur Jóni Thoroddsen og ritum hans allra þeirra manna, sem nú eru uppi. Andvari, 75. árgangur, flytur tvær veigamiklar ritgerðir. Önnur þeirra er ævisaga hins nýlátna fræðimanns, dr. Páls Eggerts Ólasonar, rituð af Jóni skjalaverði Guðnasyni. Hin ritgerðin heitir „Stefnt að höfundi Njálu“, og er eftir Barða Guðmundsson þjóðskjalavörð. Loks rekur lestina Alma- nak Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1950. Birtist þar m. a. yfirlitsgrein um íslenzka ljóðlist 1874—1918, eftir Guð- mund G. Hagalín rithöfund. ★ Isafoldarprentsmiðja er nú sem löngum áður stór- virkasta bókaútgáfufyrirtæki landsins. Þaðan hafa m. a. komið eftirtaldar bækur: Norræn söguljóð í þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Eru það Friðþjófssaga eftir Esias Tegner og Bóndinn eftir Andrés Hovden. Útgáfa þessi er einkar snotur og prýða hana margar myndir og teikningar. Sögur ísafoldar, IV. bindi, flytja ýmsar sögur, sem birtust í ísafold á ritstjórnarárum Björns Jónssonar. Sonarsonur Björns ritstjóra, Ólafur Sv. Björnsson, hefur séð um útgáfu þessa bindis. Útgáfu þessara merku sagna er þar með lokið, en í framhaldi ai henni mun að ári koma út úrval úr greinum og rit- gerðum eftir Björn Jónsson. Mun þar vafalaust kenna margra og góðra grasa. Guðmundur Friðjónsson, ævi og störf, er allmikil bók, sem Þóroddur Guðmundsson kennari frá Sandi hefur ritað um föður sinn. Er þar eigi aðeins lýst Guðmundi sjálfum, heldur umhverfi hans og ýmsum samtíðarmönnum. ★ Frá Iðunnarútgáfunni hefur m. a. komið á markað- inn mikið og merkilegt rit, er nefnist Úr fylgsnum fyrri aldar, eftir séra Friðrik Eggerz. Meginefni bók- arinnar er ævisaga séra Eggerts Jónssonar á Ballará, föður höfundarins. Séra Friðrik er hispurslaus og ómyrkur í máli, ritar þróttmikinn og sérkennilegan stíl. Vafalaust verður að taka með vai'úð ýmsa hina hörðu dóma hans um menn og málefni, en hvað sem þeim efnum líður, þá er hitt víst, að þetta mikla rit er óvenjulega fróðleg og vel skrifuð aldarfarslýs- ing. Ónnur stór bók frá sama forlagi nefnist Öldin okkar, minnisverð tíðindi 1901—1930. Er þar sagt frá helztu atburðum þessa tímabils á þann óvenjulega hátt, að bókin er sett upp eins og fréttablað. Kennir þarna margra grasa og verður fróðlegt að sjá, hvernig les- endum fellur þessi frásagnaraðferð. Annars vill höf- undur þessara lína af skiljanlegum ástæðum engan dóm leggja á rit þetta, þar eð hann hefur lagt hönd á plóg- iþn við samantekt þess. ★ Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar hefur sent frá sér ritgerðasafnið Skáldaþing eftir dr. Stefán Einars- son. Er þar margvíslegur fróðleikur saman kominn um þá 20 höfunda, sem teknir eru þarna til meðferðar. Með straumnum heitir endurminningabók, sem sama forlag gefur út, og er höfundur hennar Sigurður Arna- son vélstjóri. Minningabók þessi er læsileg og vel skrif- uð, enda í hópi betri bóka af því tagi. ★ Reykholt hefur gefið út annað bindi af sjálfsævisögu Maxim Gorki, og nefnist það Hjá vandalausum. Kjartan Ólafsson hefur þýtt bókina úr frummálinu. Er þá ókom- ið þriðja og síðasta bindi þessa stórfenglega ritverks eins hins mesta snillings, sem uppi hefur verið á þessari öld. Þessi ævisaga er ein þeirra bóka, sem lesandanum verða ógleymanlegar. G. G. 31B VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.