Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Síða 5
Guðjón Ármann Eyjólfsson,
skólastjóri.
veiðiþjóða. Þó ber hér aftur að
sama brunni — koma þessara
glæsilegu, nýtízku skipa, sem ger-
breytt hefur atvinnulífi víða í
hinum dreifðu sjávarplássum
landsins, hefur um leið valdið
mörgum skipstjóra og útgerðar-
manni minni báta þeim áhyggj-
um, að nú verði enn þá erfiðara
en áður að manna skipin.
Hvað er hér til ráða? Það er
fyrst og fremst breytt almenn-
ingsálit og hugsunarháttur til
þessa undirstöðu- og frumat-
vinnuvegar þjóðarinnar. Viður-
kenning á stöðu og starfi ís-
lenzka sjómannsins.
Gera verður vísindalega könn-
un á þessum vanda og hvað gera
þurfi til að laða unga, dugmikla
menn til starfa á sjónum. Hækka
þarf stöðu stéttarinnar í vitund
þjóðarinnar. Starf hásetans á
hinum ýmsu gerðum skipa, hvort
sem er á fiskiskipi, flutninga-
VlKINGUR
skipi eða varðskipi er vandasamt
starf, sem þarf að læra eins og
viðurkennt er um önnur störf á
okkar skólaöld.
Reynsla þrautþjálfaðs togara-
eða bátasjómanns er margbrot-
in og mörg störf um borð eru
vandasöm. Hin alit of tíðu vinnu-
slys á sjónum ættu að minna á
hve mikilla hygginda og varkárni
er ávallt þörf í starfi sjómanns-
ins. Þessi mikilvæga og marg-
háttaða reynsla þjálfðra sjó-
manna er nú einskis metin, því að
hér á landi getur hver og einn
gengið um borð í fiskiskipin
■a. m. k. og látið skrá sig sem
fullgildan háseta og sjómann. Á
því verður að fást viðurkenning
að sjómannsstarfið er vandasöm
fagvinna. Með auknum kröfum
til menntunar á öllum sviðum
þarf í reynd að viðurkenna
starfsreynslu sjómanna. En í sí-
felldum mannavandræðum er enn
um slíkt tómt mál að tala.
Ég mun hér ekki fara inn á
kjaramál sjómanna. Þar er þó
alltaf full þörf á að halda vöku
sinni. Sjávarútvegurinn er sú
mjólkurkú; sem oft er blóðmjólk-
uð af ríkissjóði og landsmönnum
öllum, en það bitnar síðan með
fullum þunga á sjómönnum og
útvegsmönnum.
I þessum málum þarf vafalaust
margt að betrumbæta, en eitt held
ég, að yrði þjóðinni allri og þeim,
sem í landi sitja til hagsældar og
góðs, ef sjómenn fengju það, sem
framyfir væri ákveðið lágmark
tekna skattfrjálst. Þetta þýddi, að
miklir aflamenn og dugnaðarsjó-
menn slökuðu ekki á sjósókn sinni
á miðju ári vegna þrúgandi
skattabyrði. Á liðnum vetri urðu
miklar og almennar umræður um
undanþáguveitingar til yfir-
manna fiskiflotans. Hér er á ferð-
inni gamall draugur og átumein
sjómannastéttar, sem umfram
annað hefur dregið úr virðingu
stéttarinnar og frama. Þessa
niðurlægningu verða sjómenn að
kveða niður. Undanþáguveitingar
frá lögboðinni menntun þekkist
ekki í neinni stétt, nema sjó-
mannastétt, og líðast ekki. Af
liverj u eru undanþáguveitingar
til starfa sem smiður, læknir,
hjúkrunarkona, lögfræðingur eða
annara starfa þjóðfélagsins, sem
krafizt hefur verið menntunar til
með lögum, ekki jafn sjálfsagð-
ar? Það er einfaldlega vegna þess,
að aðrar stéttir hafa aldrei látið
bjóða sér slíkt.
Það er áreiðanlegt, að hefðu
stjórnvöld sýnt sjómannastétt-
inni þá sjálfsögðu virðingu að
standa dyggan og ákveðinn vörð
um réttindi yfirmanna á skipa-
flotanum, eins og gert er um
starfsréttindi annara stétta þjóð-
félagsins, þá gengi nú betur að
manna íslenzka skipaflotann.
Kjörorð dagsins í dag er
menntun allra þjóðfélagsþegna,
og er hún góð og sjálfsögð fjár-
festing í nútíma þjóðfélagi. En
þegar ungir, efnilegir menn
standa fyrir þeim vanda að velja
sér lífsstarf, þá fer val m. a. eftir
því hverrar undirbúningsmennt-
unar starfið krefst og hvaða mat
og hvern sess starfið skipar í
þ j óðf élagsmyndinni.
Þetta er löngu viðurkennd stað-
reynd af þeim mönnum, sérfróð-
um, sem þessi mál hafa kannað
og um fjallað. Ofangreind atriði
ásamt launum fyrir starfið eru
þyngst á metum við starfsval.
Leiðum hugann að menntunar-
málum sjómanna. Ég tel það stór-
an áfanga í eflingu sjómanna-
stéttar, að inntökuskilyrði í
stýrimannaskólana voru hert með
205