Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 25
Á frívaktinni
I umferðafjöldanum
Það var á æskulýðsmóti, ræðu-
maður dvaldi allengi við siðfræði-
legu hliðina: „Sá sem beygir sig
þegar hann hefir á röngu að
standa, hann er skynsamur mað-
ur.
En sá sem lætur undan, þegar
hann hefir á réttu að standa,
hann er, hann er. . . .
„Hann er giftur!“ hrópaði
rödd aftur úr salnum. Og hættu
nú!
*
Hákon Noregskonungur var
geysi vinsæll og ferðaðist mikið
um meðal þegna sinna.
Eitt sinn gisti hann á Strand
Hotel í Sola. Hótelstjórinn, Axel
Lund, sem var danskur, tók að
vonum glæsilega á móti konungi,
sem spurði hann um eitt og ann-
•að á sinn alþýðlega hátt.
Þegar konungur kvaddi, sagði
hann: „Þér hafið svei mér kom-
izt vel áfram hér í Noregi, herra
Lund“.
„Jú takk, sömuleiðis, yðar há-
tign“, svaraði Lund að bragði.
VlKINGUR
Sá, sem gerir skyldu sína fyrir
ættjörðina, á þakkir skildar, en
sá, sem deyr fyrir hana, deyr
aldrei.
*
Hugleiðingar „Rauðsokku“
Þið segið að við konurnar
stjórnum heiminum og ráðum yf-
ir ykkur karlmönnunum.
Er þá ekki hyggilegast að láta
okkur sitja fyrir um alla mennt-
un og ábyrgðarstöður í þjóðfé-
laginu. Þeim mun skynsamlegar
stjórnum við heiminum og ykkur.
*
Irinn: „Skipið sekkur! Skipið
sekkur“.
Skotinn: „Hvað er þetta mað-
ur. Hvað ertu að skrækja. Átt þú
skipið?“
*
TVÍDOBBLUÐ!
Frú Jónína var komin nokkuð
á leið og læknirinn hafði nýverið
tjáð henni, að hún gengi með tví-
bura.
Hún var ákafur bridgespilari
og var í spil'aklúbbi.
1 keppni í seinna „geimi“ í
einu spilinu, var há sögn hjá
henni dobbluð. Varð henni þá að
orði:
„Þetta er alveg sama tilfellið
og hjá Andrési, manninum mín-
um. Hann lét sig ekki muna um
að „dobbla“ mig á hættunni.“
I næsta spili missti frú Jónína
spil á gólfið. Hún beygði sig eftir
því í flýti og sagði í ógáti: „Æ,
nú missti ég kónginn!“
„Þú mátt ekki segja þetta!“
hrópaði mótspilari gremjulega.
„Ég sagði ekki að það væri
spaðakóngurinn," hreytti þá frú
Jónína út úr sér.
HITI I KOLUNUM
Rakari einn í Rio de Janeiro
er kominn bak við lás og slá,
vegna þess, að hann viljandi skar
eyrnasnepil af viðskiptavini.
Atburðurinn skeði vegna þess,
að viðskiptavinurinn talaði niðr
andi um knattspyrnulið borgar-
innar, hvað hinn ekki þoldi.
Búizt er við að rakarinn fái
vægan dóm!
*
Listmálari hitti bónda nokk-
urn, sem honum leizt vel á og tók
hann tali. Bauð hann bónda álit-
lega peningaupphæð, ef hann
vildi leyfa sér að mála hann. —
Bóndinn gaf ekkert út á það, en
velti vöngum um stund.
„Þetta eru léttfengnir pening-
ar“, segir málarinn.
„Ja-á, en það er nú ekki það,
sem skiptir svo miklu máli“, seg-
ir bóndi, „ég var að velta því fyr-
ir mér, hvernig ég gæti náð af
mér málningunni aftur“.
225