Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1973, Side 39
sagt, hvort þessi ráðstöfun hafi gefið tilefni til nýrra samninga- viðræðna milli þessara tveggja velda. EFTIRMÁLI Svo sem kaflinn hér að framan ber með sér, er hann mjög merk heimild um það, hve sérstökum augum dönsk stjórnarvöld litu landhelgi Islands, þannig að í því efni var skýlaust, að íslending- um bæri meiri réttur að þessu leyti en öðrum þjóðum. Segja má, að dönsk stjórnar- völd leggi með bréfaskiptum sín- um grundvöllinn að landgrunns- kenningunni gagnvart íslandi, þar sem þau vilja helga íslenzku þjóðinni fiskimiðin við landið. Sérstaklega er vert að taka eftir þessum orðum í orðsendingu dönsku stj órnarinnar: „mættu þeir ekki treysta því, aö þeir hefðu einir afnot af þessu litla fjögurramílna svæöi. .. . Þá ættu Þeir á hættu aö deyja úr hungri.“ Hér er sem sagt að finna upphaf þeirra röksemda sem enn blífa í dag og eru þyngri á metum nú, sem sé að við eigum að fá að búa einir að þeim fiskimiðum, sem finnast á landgrunni okkar. Þessi fiskimið erum við miklu betur færir um að nýta á réttan hátt í dag en fyrir 230 árum. Miðað við þá veiðitækni sem þekktist um 1740 eru 16 sjómíl- ur e. t. v. ríflegar, en í dag eru 50 sjómílur að þessu leyti al- gjört lágmark. Segja má að vegna tillitsemi við stórveldin hafi dönsk stjórnarvöld þokað úr 48 sjómílum í 16 sjómílur, en það var ekki gert með samþykki ís- lenzku þjóðarinnar, sem alla tíð hefur litið á fiskimiðin á gi'unn- slóðum við landið sem eign sína og þaðan er runnin sú stefna dönsku stj órnarinnar að vilja eigna íslenzku þjóðinni fiskimið- in á landgrunninu. Þar er sem sé upphaf landgrunnskenningar- innar. Út frá þeirri kenningu er það að landhelgin var færð út í 50 sjómílur og ef til vill hafa hin sögulegu rök verið þyngri á VlKINGUR metum varðandi ákvörðunina um 50 sjómílna mörkin, sem er ríf- lega það sem ákveðið var í upp- hafi, enda þótt ekki hafi verið lögð nein áherzla á það atriði til þessa. Hitt er staðreynd, að hvort sem miðað er við 50 sjómílna landhelgi eða þá sem síðar varð framkvæmd og miðuð við 16 sjó- mílur þá höfum við víðáttumeiri landhelgi en nokkur önnur þjóð á þeim tímum og samningurinn frá 1901 hefur ekki rofið þá hefð. Athyglisvert er, að í upphafi er miðað við allt að 50 sjómílna; víð- áttu, sem útlendingum er bannað að stunda veiðar á við ísland, eða 8 norskar mílur, sem jafngiltu þá 48 sjómílum. Eins og höfundurinn Charles de Mortens bendir á og er árétt- að í doktorsritgerð minni, þá má segja með sanni, að Danir hafi unnið þessi málaferli. Þeir héldu skipunum, sem þeir tóku, og eng- in mótmæli komu fram um mikil- vægi þess, að íslendingar fengju einnig að búa einir að fiskimið- um sínum. Það er skemmtilegt að hugsa til þess, að það skuli þannig í raun réttri vera dönsk stjórnar- völd, sem settu landgrunnskenn- inguna fyrst fram, og að það skyldi vera varðandi landhelgi Is- lands. Þessi gögn, sem hér eru birt, eru því vissulega innlegg í mál okkar fyrir Alþjóðadóm- stólnum, og þess verð að þeim sé gaumur gefinn í deilunni við Breta og V.-Þjóðverja. Það væri tilræði við málstað okkar að stinga þessum atriðum undir stól. Margir hafa legið Dönum á hálsi fyrir að hafa gert land- helgissamninginn við Breta 1901. En menn gleyma því, hvílíkt stór- veldi Stóra-Bretland var þá og að hefðu Danir ekki gert þennan uppsegjanlega samning, er eins líklegt, að Bretar hefðu tekið sér rétt sinn allt að 3 sjómílum. Samningurinn var uppsegjanleg- ur, og við brottfall hans skapað- ist sama réttarástand og var fyr- ir gildistöku hans. Því atriði var hins vegar því miður ekki sinnt af ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, heldur reynt að bendla okkur, illu heilli, við 4ra sjómílna skandinavísku regluna, sem var vítavert glapræði. Síðar, þegar það sýndi sig, að of skammt hefði verið gengið, 1958, var enn í engu sinnt fornum rétti okkar og geng- ið of skammt. Þá vildi undirrit- aður, að lýst yrði yfir 50 sjó- mílna landhelgi, hins vegar yrði gæzla fyrst um sinn látin taka til a.m.k. 16—24 sjóm., og þannig miðað við vorn forna rétt. Þeim ábendingum mínum og annarra var í engu sinnt. Hæpin barátta. Barátta okkar í landhelgismál- um hefur frá upphafi að miklu leyti helgazt af þeirri stefnu að fá samþykkt ákvæði í alþjóða- lögum um víðáttu fiskveiðiland- helginnar okkur í hag. Þetta er bæði torsótt og hæpin leið, miðað við það, ef við hefðum byggt baráttu okkar á sögulegri sér- stöðu okkar og fornum rétti og rekið málið fyrir Alþjóðadóm- stólnum. Þannig má segja, að til- löguflutningur íslenzku sendi- nefndarinnar á síðasta þingi Sameinuðu þjóðanna hafi verið alldjarflegur, enda þótt það hafi verið í góðum tilgangi gert og vafalaust átt að vera innlegg í landhelgisdeiluna fyrir Alþjóða- dómstólnum. — Islenzka sendi- nefndin á þinginu komst nefni- lega aðeins yfir að ræða við 20— 25 sendinefndir af um 130, áður en tillagan kom til atkvæða. Því má ekki heldur gleyma að af- staða hins svokallaða þriðja heims í okkar garð gat verið ó- trygg, og í því sambandi kemur manni í hug, hver afstaða t. d. hinna ýmsu Afríkuríkja hefði getað orðið, ef fulltrúum þeirra hefði verið kunnugt um, að ein- asta nýlenduveldið í Afríku væri ein okkar bezta viðskiptaþjóð. í þessu sambandi vaknar og sú spuming, hvort stundarmat hinna ýmsu fulltrúa þessara þjóðaheilda, sem e. t. v. senda enga lögfræðinga á slíkar al- þj óðaráðstefnur, sé okkur örugg- 239

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.