Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Qupperneq 15
„Þetta eru ógeðslegar vegalengdir” Klukkan er um níu þegar til- kynnt er að allt sé klárt til brott- farar. Við erum að leggja upp í landhelgisflug þriðjudaginn 19. ágúst 1980. Það er suðaustan kaldi og rign- ing í Reykjavík. í sjónvarpinu í gærkveldi kynnti Trausti fyrir okkur fyrstu haustlægðina, suð- vestur í hafi, 975 millibara djúpa. — En það er gott veður fyrir norðan og austan, segir félagi minn, Benedikt Alfonsson. — Við förum langt, segir skip- herrann, Sigurður Árnason, fljúg- um í hæð norður á Horn, síðan niður þar og norður að landhelg- ismörkum, þá austur og síðan suður með. Það er TF Syn sem við fljúgum með. Fljótt á litið sýnist okkur hún vera hin vistlegasta og starfsað- staða ákjósanleg. Það er rúmt um okkur gestina. — Þetta er Fokker, já, segir Sigurður, F-27. Hún er nú verri þessi vél finnst okkur en sú gamla að fljúga í henni. Það er stærri mótor í henni og meiri hvinur. Og hún er einhvern veginn stífari í Við lækkum flugið við Horn- strandir úr 14000 fetum niður í loftinu, ekki eins sliguð. Við verð- um miklu þreyttari í þessari. Að þessum orðum töluðum ríf- ur vélin sig upp með gný og er brátt í skýjum. 300 metra. Stefnum á gildruna, friðaða svæðið norður af Kögri. Ekki fæ ég að vita af hverju nafnið er dregið. Sigurður Steinar vill ekki viðurkenna að það sé til- komið af því að Landhelgisgæslan hafi veitt þar vei. Það er dumb- ungur, norðaustan kaldadrulla hér um slóðir. Hafið er endalaus grá víðátta. En þarna niðri í djúp- inu býr lífið sem þjóðin mín skyldi ekki gleyma að vegsama. Fátt at- burða. Einn togari lætur reka rétt sunnan við Gildruna, tveir djúp- rækjubátar lítið eitt norðar. Tog- araflotinn er vestar. Við þeysum lágflugið áfram norður á miðlínuna milli Græn- lands og fslands. Það eru ekki nema um 90 mílur í Grænlands- ströndina. Nú birtir til og við sjá- um fjöllin í landi ínútanna, grá- 15 Sigurður Steinar Ketilsson VÍKINGUR Sigurður Steinar Ketilsson er stýrimaður á vélinni. Hann gegnir hér starfi loftsiglingafræðings, setur stefnuna út í kort og gefur um hana fyrirmæli til flugstjóranna frammi í. Fyrir framan sig hefur hann tölvuloraninn. Fullur þolinmæði reynir hann að útskýra fyrir mér gildi þessa fjölhæfa tækis: — Ég get haft í henni 9 „way“-punkta (leiðarpunkta) og spurt hana um stefnu og vegarlengd til þeirra allra. Hún gefur mér upp staðarákvarðanir í breidd og lengd eða langlínurnar í míkrósek- úndum. Hún greinir mér fjarlægð frá miði í einhvem ákveðinn punkt, áætlaðan flugtíma í punktinn og hraða vélarinnar, miðað við jörð. Ég get líka séð í henni driftina. Víst er hún geysileg geit, þessi tölva.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.