Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 55
Verslun við skipshlið Allir sem stunda flutninga til Bandaríkjanna þekkja hana Eyju, hvort sem þeir starfa við flug eða farmennsku. Þegar Selfoss fór að nálgast Bandaríkjastrendur, kom- inn inn á breiðan og grunnan fló- ann út fyrir millafylkinu Maine, heyrði ég menn tala um hvað nú væri best að fá hjá henni Eyju. hvað Eyja væri nú með, hvort hún gæti nú reddað þessu, eða hinu. Og það stóð ekki á því frekar en fyrri daginn að þegar við vorum komnir að bryggju í Bayonne í New Jersey fylki, birtist Eyja, sem heitir reyndar fullu nafni Sigríður Þorvaldsdóttir (Jónssonar, sem lengi var vélstjóri í Héðni) og maður hennar Frank Henderson á stóra bílnum þeirra, færandi varninginn. . . Það voru faðmlög og kossar enda hafa þau hjónin þekkt marga um borð í áraraðir, og gert mörgum farmanninum líf- ið léttara með því að koma með úrval af vörum og tækjum að skipshlið, sem er vel þegin þjón- usta þegar langt er í búðir og tím- inn naumur eins og verða vill. Á þessum mánudagsmorgni seint í ágúst í birgðastöð flotans í Bayonne var heitt og rakt og ef maður ætlaði að þurrka sér með klút í framan var klúturinn rakur sjálfur, og þess vegna varég feginn þegar þau hjónin buðu mér heim til sín og Frank setti loftkælinguna í gang í breiðvagni þeirra hjóna og við héldum í átt að Ferrezano brúnnisemspannartíguleg sundið milli Staten Island og Brooklyn, en þau búa rétt hjá Kennedyflug- vellinum. Ég hafði löngum vitað að margt gæti gerst í sundlaugunum heima. Ég hafði sem strákur séð Ásgeir Ásgeirsson fyrrverandi forseta stinga sér til sunds í gömlu laug- unum og gott ef ég sá ekki ein- hvertíma konur afklæða sig þar bak við bárujárn, og því kom mér ekki á óvart þegar Eyja sagði mér að hún hefði kynnst Érank í gömlu sundlaugunum hér endur fyrir löngu. Sá buslugangur hafði það í för með sér að þau fluttu til Bandaríkjanna og hófu 1951 að frumkvæði Franks allsherjar reddingar fyrir landann, sem staðið hafa látlaust fram á þennan dag. Fyrst í stað hafði Henderson kompaníið aðalbækistöðvar syðst á Manhattaneyju, þar sem nú er sjóminjasafn, en síðar fluttu þau skrifstofuna heim til sín og versl- unina í breiðvagninn, enda ólíkt þægilegra þegar kúnninn kemur að landi í Glouster, Everett, Bay- onne, Cambridge eða lendir á Kennedyvelli. Eyja sagði mér að viðskipti við Islendinga væru öll önnur nú er þegar þau hjónin hófu starfsemi sína fyrir hartnær þrjátíu árum. Þá var vöruúrval lítið á íslandi og þau útveguðu fólki strauborð og kjóla og varahluti í hin og þessi tæki, en nú upp á síðkastið gera skipverjar t.d. meira af því að kaupa hin og þessi rafmagnstæki og tölvugrín allskonar, sem vinsælt er orðið hjá Bandaríkjamönnum og því til- tölulega ódýrt. Þau Frank hafa einnig haft mikil viðskipti við Flugleiðir, bæði við starfsfólkið og fyrirtækið sjálft í sambandi við máltíðir farþega um borð. Heimurinn er lítill, eins og sést af því, að Frank er skyldur Ebeneser Henderson, skotanum VÍKINGUR 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.