Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 61
Pési var að ganga inn um hliðið að kappreiðavellinum, þegar einn af þátttakendunum klappaði á öxl- ina á honum. „Veðjaðu öllu, sem þú átt á mig, sagði hryssan. — Ég er öldungis viss með að vinna.“ — Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri hest tala, sagði Pési. — Ég segi sama, sagði hundur- inn hans, sem var með honum. ★ Sjórinn var svo kaldur, þegar ég datt í hann, að þegar ég loks komst uppúr, var einhver að tala um fal- lega, bláa litinn á fötunum mín- um. — Föðurbróðir minn reyndi að búa til alveg nýja tegund af bíl. Hann tók hjól undan Kjálilják, vatnskassa af Ford, hjólbarða af Plýmouth — ... — Hvað fékk hann svo út úr þessu öllu saman? — Tvö ár á Hrauninu. ★ Frændi ntinn kunni sig ekki þegar hann kom til Washington. Hann elti lengi kvenmann í síðum, svörtum kjól... og komst svo á endanum að því, að þetta var karlmaður hæstaréttardómari. Maður kom inn til sálfræðingins síns í afar æstu skapi. — Það er út af draum, sem mig dreymdi, stundi hann upp. — Mig dreymdi að ég væri innan um þrjú hundruð dansmeyjar, allar hver annari fallegri, hvar sem á þær var litið, ljóshærðar, dökkhærðar, rauðhærðar. Það var alveg skelfi- legt. — Af hverju skelfilegt? — Ég var kvenmaður líka. ★ Föðurbróðir minn var handtekinn í stórverslun. Hann gekk í gegnum alla verslunina og kreisti dúkku og hún sagði „mamrna". Svo kleip hann aðra dúkku og hún kallaði „lögregla“. ★ Holywood leikstjarna: — Maður getur ekki verið þekktur fyrir að láta sjá sig tvisvar með sama eig- inmanninum. ★ Prestafélag Vestfjarða hélt fund á ísafirði. í lokin létu þeir taka af sér hópmynd. Ljósmyndarinn var danskur og fremur slakur í ís- lensku sem flestir danir. Þegar hann var að raða þeim upp segir hann við einn gamlingja: „Yður stendur ekki rétt vel, séra Magnús. „Ó, já, lítið var en lokið er, en það mætti kannski athuga það frekar hjá ungu prestunum.“ VÍKINGUR 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.