Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Side 95

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Side 95
Síðasta vera um borð með skipstjóra, ef hann vildi biða „ÆGIS“. Hófst nú björgun aftur, en skipið var nú komið upp i fjöru og hentist meira til en áður og versnaði aðstaða til björgunar við þaö. Nú drógust menn meira i sjónum en áður. Við bundum okkur fasta á hval- baknum og þegar ólögin riöu yfir skipið og maður var i körf- unni, var hún bundin i snatri við rekkverkið, og við á hval- baknum köstuðum okkur nið- ur i skjóli við spilið. Körfunni var ekki sleppt í land fyrr en brotsjórinn var fallinn upp á sandinn og útsogiö byrjað. En allir voru þeir hressir er i land kom og lítið meiddir. Var farið með þá til bæja jafnóðum og þeir komu í land. Björgunar- menn höfðu tjaldað á sandin- um og þar fengu skipbrots- menn fyrstu hressingu, þvi þeir höfðu hvorki fengið þurrt né vott frá þvi deginum áður, þvi allt var orðið ónýtt um þorð. Nú voru allir komnir i land nema skipstjórinn, loftskeyta- maðurinn, 1. vélstjóri, ég og Árni. Þessir menn fóru nú í land nema skipstjórinn og ég. Bauð ég þá skipstjóra að fara í land á undan mér, en Ingvar þáði það ekki. Ég hafði staðið á hvalbakn- um allan tímann meðan björg- un fór fram og var mjög erfitt verk að draga körfuna í gegn- um brimgarðinn fram að skip- inu. Ég fór svo i land en lánaði skipstjóra hnif að skilnaði, svo hann gæti losað stólinn frá skipinu. Þennan hníf hafði Ingvar svo ætið á skrifborði sínu upp fráþví. Viðtökurnar sem skipbrots- menn fengu hjá björgunar- mönnum voru frábærlega góðar. Var skipbrotsmönnum skipt niður á bæina og hlúð að þeim og allt gert til þess að þeim mætti líöa sem best. Undir miðja nótt herti mjög veðrið og gerði foráttubrim við sandinn. Hefði skipið þá borið aö landi er óvist hvort um nokkra björgun hefði orðið að ræða. Aðkoman var heldur ömur- leg á strandstað er menn fóru þangaö í eftirlitsferð daginn eftir. Skipið var sokkið í mar- bakkann og hafði lagst á hlið- ina. Var það orðið fullt af sjó og sandi og þrúin brotin af að mestu leyti. Báðir björgunar- bátarnir voru mölbrotnir. Varðskipið „ÆGIR" lá úti fyrir strandstaðnum, en auðséð var að það gæti ekkert að- hafst og hélt það því brátt frá aftur. Næstu daga var svo unniö að mætti að björgun úr skip- inu. Var það erfitt verk og áhættusamt, þar sem skipið var sokkið þaö djúpt að heita mátti að þaö færi i kaf i hverj- um sjó. Náöist þó dálitiö af kolum og veiðarfærum. Nokkrum dögum siðar gerði svo aftur mikið brim við sand- inn og brotnaði „LEIKNIR" þá í tvennt. Bar brimið framhluta skipsins langt upp í fjöru og hefur hann til skamms tima staðið þar upp úr sandinum. Nú vikur sögunni aftur að skipbrotsmönnum. Þarna var mikið af ungum og fallegum stúlkum. Voru sumir af að- komumönnum farnir að líta þær mjög hýru auga. Eitt ball var haldiö fyrir skipbrotsmenn og veit enginn hvað þar gerö- ist, en ástarsorg var mikil þeg- ar tilkynning kom um aö þeir ættu að fara i kassabíl til Vík- ur. Til Vikur var haldið eftir 5 daga dvöl. Þar fóru fram sjó- próf og var svo haldið til Reykjavikur og þaðan til Patreksfjarðar. Ástvinir skipbrotsmanna fögnuðu þeim mjög og ástir úr Álftaverinu gleymdar. Ég hefi stiklað á stóru þvi ekki er hægt að lýsa öllu í litilli frásögn, enda sumt í gleymsku fallið eftir svo lang- an tíma, en alltaf siðan hugsa ég til Álftverja með þakklæti og hlýhug. Sjómenn þurfa hraustar hendur hættan mörg en fleyin veik ólgubrim viö íslands strendur olli mönnum háskaleik. Dugar betur drengjum sönnum dýrmæt reynsla en hærri laun skilarbetri og meiri mönnum móöir jörö úr hverri raun. Flutt af Helga Hálfdánarsyni starfandi á togurum um árabil, siðast netagerðar meistari hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í mörg ár. Guðmundur Björnsson. ... og þegarólögin riðu yfir skipið og maður var í körfunni, varhún bundin í snatri við rekkverkið og við á hvalbaknum köstuðum okkur niður í skjóli við spilið. Eittball varhaldið fyrir skipbrotsmenn og veit enginn hvað þargerðist, en ástarsorg þegar... VÍKINGUR 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.