Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Page 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Page 9
Rif — Hellissandur Höfnin Hjarta hverrar verstöðvar slær við höfnina. Árið 1949 var fyrst veitt fé til rannsókna á hafnarstæði í Neshreppi utan Ennis. Upp úr 1950 voru hafnar framkvæmdir á Rifi. Leifur Jónsson hafnarstjóri: „Afli hér hefur verið þetta frá átta þúsund og upp í tólf þús- und tonn á ári. Afskipanir og útskipanir um níu til tíu þúsund tonn. Þaö hefur svolítið háð okkur að við höfum þurft að sæta sjávarföllum með stærri flutningaskip. Hjá okkur hefur alla tíð verið fjárskortur til fram- kvæmda. Fjárveitingar hafa verið allt of litlar í einu, þannig að peningarnir hafa ekki nýst sem skyldi. Ég er ekki á því að hagkvæmt sé að hafa þetta landshöfn, finnst að heima- menn þurfi að ráða meiru um gang mála. Trúlega verður nú af því á þessu ári að sveitarfé- lagið taki við höfninni. í vetur hafa komið á land um þrjú þúsund og fimm hundruð tonn, nú um páska. Það er heldur meira en á sama tíma í fyrra. Mér líst illa á allt þetta smá- fiskadráp. Hræddastur er ég við togarana. Ég skil ekkert í að menn skuli ekkert gera í því. Breiðfirðingar hafa alla tíð verið framarlega í friðunarmálum. Meira að segja hér fyrr á árum, þegar mokveiði var árviss í svokölluðum „lænum“, þar sem fiskurinn kom til aö hrygna, þá tóku skipstjórar það upp hjá sjálfum sér að banna netaveiði þar. Það gerði ekkert til fyrir þá í ráðuneytinu að tala við okkur hér.“ Ungur athafnamaður Ef til vill er það skoðun margra að í sjávarútvegi séu forystumenn allir gamlir karlar með velmegunarístru framan á sér. En þetta er ekki einhlítt. Ég hitti á Rifi mann sem er ekki þeirrar gerðar. Guðmundur Kristjánsson, tramkvæmdastjóri Fiskverkunar Kristjáns Guðmundssonar: „Við erum nánast eingöngu í að verka flattan saltfisk en vild- um gjarnan salta flök. Við höf- um gott hráefni til þess, þar sem línufiskurinn er, hann hentar vel til flökunar. En það eru tollamálin sem standa í veginum. Áflökunum ertuttugu prósenta tollur. Það er erfitt að segja um hvort verkunin stend- Leifur Jónsson hafnar- stjóri við landshöfnina á Rifi. Hluti hafnarinnar í baksýn. VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.