Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1989, Side 25
eins og kanarífugl myndir af sama kóp, sömu urtu og sama manni, skot sem þeir nota ekki í sinni mynd, sem eru tekin á öðrum stað á ísnum. Þetta hefur verið dregið hingað og þangað um ísinn til að taka af því myndir. Gerðu þetta — gerðu hitt Ég hef verið í sambandi við kvikmyndagerðarfólk bæði hér heima og víða um Evrópu sem hefur eytt miklum tíma í að skoða þessar myndir með mér og öllum ber saman um að þær séu sviðsettar. Við höfum meira að segja upprunalegu tökurnar af þessu atriði, þar sem heyrastgefnarfyrirskipan- ir til mannsins sem dregur kóp- inn; gerðu svona, gerðu hins- egin og hann hreyfir sig alveg eftir þessum fyrirskipunum. Ef þetta er ekki sviðsetning, þá veit ég ekki hvað það er. Þetta á ég til og þetta er ég tilbúinn að leggja fram í réttar- höldum. Það vita Greenpeace- menn og þessvegna fara þeir ekki í málaferli. Það má alltaf deila um hvað senan er mikið fölsuð. Það er t.d. ekki hægt að deila um að kópurinn er dauður og urtan lif- andi, það er ekta. Hvers vegna stoppaði lögreglan ekki lögbrot? Hér í viðtalinu við Jacob Lag- erkrantz segir hann að veiði- mennirnir hafi málað andlitin á sér til að forðast Ijósbrot. Það er haugalygi. Þeir mála rönd undir augun til að forðast Ijósbrot, það er þekkt frá jöklaförum og öðrum sem fara um ís, en nið- urandlitið mála þeir ekki“. — Þeir voru með alskegg. „Ekki sá sem dró kópinn, hann er skegglaus en þrældul- inn í öllu andlitinu". — Þeir nafngreina lög- reglumenn sem þarna voru viðstaddir og líta á það sem tryggingu þess að myndin sé ekki sviðsett. „Já, það er mjög athyglisvert að þeir nafngreina lögreglu- mennina og ég dreg það ekkert í efa að þeir hafi verið viðstadd- ir. En ég get ekki annað en spurt: Hvers vegna gripu lögr- eglumennirnir ekki inní, þar sem það var kolólögleg aðgerð sem verið var að kvikmynda þarna? Það má ekki sam- kvæmt kanadískum lögum drepa kóp sem er enn á spena. Það er augljóst að þessi kópur var á spena, því að tengsl móð- ur og kóps slitna um leið og hann hættir að sjúga, sem þýð- ir að urtan hefði ekki elt kópinn nema af því að hann var enn á spena“. Var lögregla á staðnum? — Veistu fyrir víst að lögreglumennirnir hafi verið á staðnum? „Ég hef ekki kynnt mér það sérstaklega, en ég get alveg trúað því að svo hafi veriö". Blaðamaður Víkingsins, sá sem átti viðtalið hér að framan við Jacob Lagerkrantz hringdi til The Mounted Police og spurði eftir þessum nafn- greindu lögreglumönnum. Þar kannaðist enginn viðstaddra við þessi nöfn. Þeir töldu það þó ekki útilokað að þeir kynnu að hafa starfað í lögreglunni fyrir mörgum árum, en fannst það ósennilegt. Magnús var spurður hvort hann hefði vitn- eskju um þetta. Svo var ekki og frásögnin kom honum í opna skjöldu. En burtséð frá því hvort lög- reglumenn voru á staðnum er umræðunni um „selasenuna11 ekki lokið: Alvarlegasta fölsunin „Alvarlegasta fölsunin af þessu tagi er sögusögn sem var sett í gang á sjötta áratugn- um, um að selir séu almennt flegnir lifandi, segir í myndinni og svo segir frá því að kvik- mynd hafi verið gerð um þetta atriði og send út um allan heim og síðan hafi Kanadamaður, Gustav Poirier, viðurkennt að hafa verið keyptur til að gera þetta. En Greenpeace notar- þessa fölsun og enginn hefur séð þá neita því að þeir hafi notað hana. Þeir nota þessa fölsun og þeir nota hana enn þann dag í dag í áróðursskyni, bæði skriflega og í kvikmynd- unum sínum. Hver maður getur ímyndað sér hvort ekki sé þægilegra að flá sel eftir að hann er dauður, en þetta bull gengur ennþá. Kópur eða kanarífugl Annars er bráðfyndið að sjá hvað þeir beita stundum ódýr- um blekkingum í myndunum, t.d. í Bitter Harvest, þar sem „Þetta á ég til og þetta er ég tilbúinn aö leggja fram í réttarhöldum. Þaö vita Greenpeacemenn og þessvegna fara þeir ekki í málaferli. VIKINGUR 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.